Það er galið að byggja NLSH við Hringbraut

Deiliskip hjaust 2011 edÞað var fyrirsjáanlegt að fyrr eða síðar fælust rökin fyrir staðsetningu nýs Landspítala við Hringbraut nánast eingöngu í því að það væri búið að fjárfesta svo mikið í verkefninu. Allt frá byrjun, þegar staðsetningarskýrslan kom út 2002, hefur verið bent á með skynsamlegu rökum að staðsetningin væri kolröng. En það var ekki hlustað. Allan tímann og einkum eftir að tillaga að deiliskipulagi var kynnt 2011 hefur gagnrýnisröddum fjölgað. 

Það er galin hugmynd að ætla sér að byggja stærstu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar inni í fíngerðum og fullbyggðum íbúðahverfum. Sama má segja um að ætla að gera það í bullandi ágreiningi við borgarbúa og reyndar íbúa alls landsins.  Það þarf að ríkja þokkaleg sátt í samfélaginu öllu. Skoðanakannanir haf sýnt að yfir 80% almennings er á móti þessu og nýlega var skýrt frá því að mikill meirihluti lækna er á móti þessu. Það er ekki nóg að Alþingismenn og borgaryfirvöld komi sér saman um þetta. 

Þetta er mögum sinnum stærri framkvæmd en t.d. Smáralind, Kringlan eða Keflavíkurflugstöðin. Einu framkvæmdirnar sem hægt er að bera kostnaðinn saman við eru stærstu virkjunar- gangnaframkvæmdir og ekkert af þessu hefur verið byggt sem opinber framkvæmd nema flugstöðin. 

Það er engin tilviljun að það gengur svo illa sem raun ber vitni að koma verkinu af stað!

 


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband