Enn ein smjörklípan?

"Stjórnvöld, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankanna og eftirlitsstofnanir eru á einu máli um að neikvæð afstaða erlendra seðlabanka til lánveitingar til Íslands hafi orðið íslensku bönkunum að falli. Augljóst hafi verið að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli um þessa afstöðu."

Að erlendir seðlabankar hafi fellt íslensku bankana virðist vera týpísk eftirá skýring eins og vænta má frá Davíði. Hann hefur alla tíð haft lag á áð búa til skýringar sem henta honum og sem varpa rýrð á aðra. Smjörklípuaðferðin. Erlendir seðlabankar eru ekki og hafa aldrei verið lánastofnanir fyrir íslenska banka. Íslenski seðlabanikinn er sá aðili sem ætti að hlaupa undir bagga með þeim og hefði vafalaust gert það ef annar en Davíð hefði verið þar við stjórnvölinn. En við fáum svo aldrei að vita hvort það hefði nægt.

Mínar heimildir segja að nú sé það Davíð sem aftekur alveg að leitað verði til IMF. Það virðist hinsvegar vera  eina færa leiðin. Erlendir seðlabankar hafa komið sér saman um að gera það að skilyrði fyrir aðstöð við íslenska ríkið, íslensku þjóðina. Sömuleiðis skilst mér að Davíð segi algjörlega nei við að endurreisnarstefnan verði sett á EB. Og það þorir enginn í Sjálfstæðisflokknum að setja sig upp á móti átrúnaðargoðinu Davíði.

Davíð er í augnablikinu mesti vandi íslensku þjóðarinnar. 


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband