Stjórnsýsluhryðjuverk Einars K

hvalveidar-trio.jpgDaglega bætast við fréttir af fjármálahryðjuverkum sem framin voru hér eftir að fyrir lá að bankarnir og allt herfið myndi hrynja. Og ekki bara síðustu dagana heldur síðustu mánuðina eftir að m.a. Buiter-skýrslan hafði rökstutt að bankarnir myndu falla. Það væri bara spurning um hvenær. Þetta sýnir svo ekki verður dregið í efa að siðferði þessara manna var svo gjörspillt að í stað þess að reyna að gíra niður og bjarga bönkunum og þjóðinni þá var gefið í og peningar fluttir í tonnatali á einkareikninga í skattaparadísum.

Það sama  er nú að gerast í ráðuneytunum. Einar K ríður á vaðið og gefur út mjög umdeilda reglugerð um hvalveiðar. Reglan er sú að sitjandi starfsstjórnir hafist lítt að og taki ekki umdeildar ákvarðanir. Jafnvel GWB, og þá er mikið sagt,  virti þetta og gerði fátt sem ekki neitt án þess að bera það undir Obama.

En þetta sýnir í hnotskurn hversvegna við þurftum að losa okkur við Sjálfstæðisflokkinn. Siðferði ráðherra flokksins er það sama og þeirra sem stunduðu fjármálahryðjuverkin. Því fór sem fór og við eigum eftir að sjá og heyra margar fréttir þar sem vinnubrögð þeirra eru afhjúpuð. Það kæmi mér ekki á óvart þótt menn stæðu baki brotnu yfir pappírstæturunum í þeirra ráðuneytum þessa síðustu klukkutíma.

Klíkan á myndinni er svo sannarlega part af problemet.


mbl.is Hvalveiðum ætlað að tefja ESB-ferli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Hvert er þitt siðferði að vilja banna fólki að sækja sér lífsbjörg, bara dæmi.

Þetta er auðlind sem á að nýta og að segja eitthvað annað í svona árferði er veruleikafirring.

ThoR-E, 28.1.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Eitt er umræðan um hvalveiðar svona útaf fyrir sig. Annað er umræða um það hvernig stjórnsýslutilskipanir eru teknar og framkvæmdar. Ég er bara að ræða það síðara að sinni.

Guðl. Gauti Jónsson, 28.1.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: ThoR-E

Ok skil þig. Hef verið að lesa blogg um þetta mál á mbl.is, og ég er mjög undrandi yfir því hvað fólk er á móti því að þessi auðlind sé nýtt.

Krúttkynslóðin er gengin af göflunum. Það er augljóst.

ThoR-E, 29.1.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband