Geir viðurkennir aldrei mistök

n679043560_807039_2738_edited-1 Hvað er með þennan mann? Nú er að verða síðasta tækifæri fyrir hann til að hysja upp um sig áður en hann fer í úreldingu. Eða ætlar hann virkilega að flytja með allt niður um sig, algjörlega berrassaður (á typpinu segja börnin),  á næsta skeið í lífinu?

Maðurinn hefur aftur og aftur orðið uppvís að leynimakki og lygi og hvað eftir annað hefur hann sýnt fádæma dómgreindarleysi. Og svo var hann hæstráðandi um efnahagsmál landsins í aðdraganda hrunsins. Aldrei hefur hann viðurkennt að hann hafi haft rangt fyrir sér, að hann hafi gert minnstu mistök.

Það lítur helst út fyrir að hann vonist til þess að hinn sérstaki saksóknari og rannsóknarnefnd þingsins kæri hann ekki fyrir brot á hegningarlögum því þá hafi hann syndakvittun. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir að það er munur á sakhæfu athæfi og pólitískri ábyrgð.

Nú síðast kallaði hann Jóhönnu Sig lygara í ræðustúf á Alþingi. Þegar í ljós kemur að hún fór með rétt mál en hann rangt, þá hvað.... jú, - hann kennir öðrum um.

Kannast einhver við þetta mynstur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband