Sérhagsmunir Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áttað sig á því að hann er í málþófi. Og málþófið beinist gegn því að valdinu sé skipað í samræmi við óskir fólksins í landinu. Flokkurinn virðist ekki gera sér grein fyrir að allt vald býr með fólkinu og fólkið getur hagað framsali þess eins og því hentar best á hverjum tíma. Og nú hentar fólkinu best að taka valdið til að semja og/eða gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins frá Alþingi og færa það til stjórnlagaþings. Af hverju skyldi það nú vera?

  • Gæti það verið vegna reynslunnar af því hvernig Alþingi hefur gengið að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni?
  • Gæti það verið vegna þess að það sé algjörlega út í hött af grundvallar ástæðum að Alþingi  ávarði sjálft hvernig valdi þess sé háttað?
  • Gæti það verið vegna þess að breytingar á stjórnarskrá séu svo mikilvægar að það beri að fela það samkomu (stjórnlagaþingi) sem er sérstaklega til þess kosin og til einskis annars?
  • Gæti það verið vegna þess að þjóðin vill freista þess að losa sig úr málþófi eins og Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir á Alþingi þessa dagana?
Sumir segja að Sjálfstæðisflokknum sé ekki sjálfrátt vegna afstöðu sinnar til breytinganna sem ræddar eru á þinginu dag og nótt að undanförnu. En ég held að þarna komi einmitt fram hið sanna eðli flokksins. Hann er að gera það sem eigendur hans ætlast til af honum. Hann er að verja sérhagsmuni þeirra.
mbl.is Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algerlega ósammála þér.

Þessi umræða er mikilvæg áminning um að valdinu sé skipað í samræmi við óskir fólksins í landinu og að valdið býr með fólkinu.

Nú er farið með ófriði gegn stjórnarskrá Íslendinga og gert er lítið úr mikilvægi samstöðu og frið um stjórnskipan þjóðarinnar.

Af hverju í ósköpunum reyna menn ekki að ná samstöðu og sátt um stjórnarskrána.

Það er ekki boðlegt að keyra breytingar á stjórnskipunarlögum í gegnum Alþingi með þessu offorsi.  Afhverju gefa menn sér ekki þann tíma sem þarf. Því þarf að keyra þetta svona í gegn klukkutíma fyrir kosningar.

Stjórnarskráin á að vera hafin yfir dægurþras stjórnmálanna. Stjórnarskráin er okkar allra. Hún á að vera tákn um samstöðu þjóðarinnar.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband