Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ísland úr NATO

Eitt af því marga sem þarf að endurskoða eftir 18 ára valdatímabil Sjálfstæðisflokksins er þessi loftrýmiseftirlitssamningur. Það er í raun dálítið magnað að Ingibjörg Sólrún skuli ekki hafa gert það á þeim tveimur árum sem hún hefur setið í utanríkisráðuneytinu.

Til að byrja með má gera grein fyrir forsendum samninganna. Með hverju eru menn að hafa eftirlit og hvaða hætta steðjar að okkur sem eftirlitið á að upplýsa um? Mér finnst alveg koma til greina að segja sig frá öllu þessu hernaðarbrölti sem er undirrót meirihluta allra vandræða í heiminum.


mbl.is „Þessa leiki þarna suðurfrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palin heilkennið

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun sagði Bjarni Ben eitthvað í þá veru að Ingibjörg Sólrún og aðrir andstæðingar í pólík  mættu ekki tala um stjórn Seðlabankans og Davíð Oddsson eins og það gerir. Við höfum æði oft heyrt það úr herbúðum Sjálfstæðismanna að ekki mætti tala um mál sem eru á allra vitorði. Það er nokkuð dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að forðast opna umræðu og taka ákvarðanir um mál í læstum bakherbergjum. Dæmin eru mörg en eitt það versta er um stuðning okkar við innrásina í Iraq.

Það er ótrúlegt hversu mikið af öfugsnúinni röksemdafærslu"neo-cons" og Bushista í USA finnur leið inn í raðir drengjaliðs Sjálfstæðisflokksins. Það nýjast frá Söru Palin kom fram á viðtali í íhaldsútvarpi í gær. Þar heldur hún því fram að það sé árás á rétt hennar til málfrelsis ef/þegar fjölmiðlar kalla persónuárásir hennar á Obama "neikvæðan málflutning." Henni finnst að hún megi hafa skoðun en aðrir megi ekki hafa skoðun á skoðun hennar. --- Varaforsetaefni McCains!!!

 Allir vita að vera Davíðs í sjálfskipað embætti Seðlabankastjóra hefur rúið bankann trausti bæði innanlands og utan. Bjarni verður að reyna að sætta sig við það og hitt líka, að menn mega segja það og að ekkert er eðlilegra en að menn tjái sig um það. 

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið skjaldborg um (fyrrverandi?) foringja sinn jafnvel þótt það hafi þegar haft afgerandi áhrif til hins verra fyrir alla sem búa í þessu landi. Einkunnarorð McCains eru Country First jafnvel þó hann hagi sér og tali með allt öðrum hætti. Hvernig væri að Geir og co litu til þjóðarinnar og settu hagsmuni hennar ofar sínum eigin flokks- og sérhagsmunum?


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að ganga úr NATO?

Jörgen Jörgenson

Þetta er hárrétt hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Þarna er útgjaldaliður sem við getum sparað okkur án þess að við finnum fyrir því. Mér fannst að aldrei kæmu fram forsendurnar fyrir samningunum sem gerðir voru eftir að varnarliðið fór (loksins) og að sjálfsögðu fengum við enga almenna umræðu eða atkvæðagreiðslu um þær. Hver er hin aðsteðjandi hætta? Engan virðist hafa grunað að hættan væri frekar efnahagsleg en hernaðarleg og að ógnvaldurinn væri bandamaður okkar í NATO en ekki Rússar eða Arabar.

Fyrir 200 árum var landið hernumið af Jörundi nokkrum sem kom frá Bretlandi, árið 1940 var landið hernumið af Englendingum og eitt stríð höfum við háð, - gegn Englendingum. Ég geri mér grein fyrir að forsendur og aðstæður eru mjög ólíkar í þessum tilvikum, en að það skuli vera hægt að nefna England í öllum tilvikum segir samt einhverja sögu.

Sumir tala um að NATO séu slík friðar- og mannúðarsamtök að við verðum að taka þátt þess vegna. Erum við ekki ágætlaga í stakk búin til að sinna friðar- og mannúðarmálum og standa utan við NATO? Ég held það og sennilega gætum við verið áhrifameiri þannig.

P.S: Það er vert að rifja upp hvernig Davíð leyndi þjóðina því að herinn myndi fara á meðan hann háði kosningabaráttu. Honum fannst greinilega að þetta kæmi þjóðinni ekki við fyrr en honum sýndist svo. Enn eitt dæmið um hroka hans, óabyrga stjórnarhætti og rangt stöðumat.

 


mbl.is Vilja að hætt verði að bjóða erlendum her hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband