Velkomin til starfa Ingibjörg Sólrún...

....en ég vona að greinin sé einmitt til vitnis um að þú sért búin að ná þér nægilega til að koma til starfa á ný, a.m.k. að einhverju leyti. Í fjarveru þinni hefur okkur sárvantað  skynsemisraddir sem tala um jafnrétti, jafnræði og "hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður." Það er alls ekki laust við að ég sakni máflutnings sem ég kenni við Kvennalista í seinnitíma umræðum um stjórnmál. Ekki það að  ég væri alltaf sammála Kvennalistanum, en ég var yfirleitt ánægður með málflutninginn.

Vissulega er þessi kreppa alþjóðleg og við hefðum aldrei getað ráðið neinu um tilurð hennar. En hitt er jafn víst, að kreppan hefur farið miklu verr með okkur en aðrar vestrænar þjóðir. Og hvers vegna er það? Þegar ég rifja upp forsöguna standa nokkur atriði uppúr í mínu pólitíska og gloppótta minni:

  •  Eftir að við stofnuðum EES var umræða um að við tækjum næstu skref og sæktum um fulla aðild að ESB og tækjum upp Evru "tekin út af borðinu" og læst niður í skúffu í 10 ár.
  • Við einkavinavæðingu bankanna var þess vandlega gætt að engar hömlur væru á starfsemi þeirra og eigenda þeirra. Það gekk svo langt að steinar voru lagðir í götu annarra sem vildu komast að þessu alsgnægta borði og þeir lagðir í einelti
  • Frjálshyggjustefna Sjálfsæðisflokksins hefur skarað ágóða að útrásareldi fárra aðila og þeir hafa skrækt ámátlega í hvert skipti sem imprað hefur verið á regluverki og jafnræði.
  • Hávaxtastefna Seðlabankans hefur átt þátt í að skapa hér verðbólgu sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir um hagstjórn og eðlilega dreifingu á bættum kjörum.
  • Athafnir Seðlabankans síðustu 2-3 vikur hafa verið mjög umdeilanlegar og í sumum tilfellum algjörlega út í hött.
Öll atriðin eiga það sameiginlegt að vera að fullu og öllu á ábyrgð Davíðs Oddssonar, átrúnaðargoðs Sjálfstæðismanna. Reiði mín beinist því ekki að útrásar forkólfunum sem störfuðu eftir íslenskum lögum og reglum heldur að Davíð og Sjálfstæðisflokknum sem eru ábyrgir fyrir kerfinu. Þar liggur meinsemdin.
 
Ég er sammála þér um tækifærin sem felast í stöðunni og einkum þó því að "við verðum... að vita hvert við stefnum og læra af þeim mistökum sem við höfum þegar gert," og svo hinu að "nú eru það leikreglurnar sem eiga að gilda en ekki samböndin."
 
Gangi þér vel og góðan bata. 

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þú veist það að IMF mun krefjast þess að meiri ný frjálshyggji yrði innleidd á Íslandi heldur en harðasta frjálshyggjumanni á Íslandi myndi nokkurn tíman detta í hug.

landsvirkjun og OR yrðu seld úr landi til hæst bjóðanda og íbúðarlánasjóður færi sömu leið.  

Fannar frá Rifi, 13.10.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

já verð líka að minna þig á að ESB er á móti íbúðarlánasjóði og vill láta leggja hann niður í gegnum EES samninginn.

Fannar frá Rifi, 13.10.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband