Ráðherrar Sjálfstæðisfokksins segja okkur að éta skít

Reiðin er mikil í þjóðfélaginu þessa dagana. Margir segja "þeir setja allt á hausinn og ætla svo að láta okkur borga" eða eitthvað í þessa veru. Það þarf ekki hámenntaðan hagfræðing til að átta sig á að auðvitað verða einstaklingar og fyrirtæki í landinu að borga allt sem landið skuldar og að byggja upp á ný. Það er ekki öðrum til að dreifa.

En hitt skiptir miklu að byrðunum sé deilt á sanngjarnan hátt.

Og þar kemur að Sjálfstæðisflokknum og sérhagsmunaneti hans. Að öllu jöfnu teljum við eðlilegt að sá sem sóðar út taki til eftir sig, en það er hreinlega óhugsandi að flokkurinn sem leiddi okkur í þessar ógöngur stjórni tiltektinni. Við sjáum nú þegar tilburði flokksins til að koma sér fyrir í rústunum til að helga sér svæði. Björn Bjarna sér ekkert athugavert við það að feður drengjanna sem áttu bankana skipuleggi og stjórni gjaldþrotaskiptum á ábyrgðinni. Björn telur að þeir sem hafa eitthvað við þetta að athuga séu haldnir misskilningi og drengjaliðið í flokknum étur upp eftir honum.

Þetta eru sömu rök sem færð voru  fyrir fjölmiðlafumvarpinu, dómararáðningunum, prófessoraráðningum, stríðsþátttöku o.m.fl.  Þeir gætu eins sagt almenningi að éta skít, honum komi þetta ekkert við. Mikilsmetinn lagaprófessor skrifaði m.a í tilefni af veitingu Árna Matt á dómaraembætti að innan Sjálfstæðisflokksins megi finna „ofsatrúarhópa" þar sem „valdboðið eitt er haft að leiðarljósi …".  Árni hafði auðvitað áður sagt almenningi, umboðsmanni alþingis og dómnefnd, sem skipuð var að lögum til að meta umsækjendur,  að éta skít.

 Almenningur  krefst þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki látinn stjórna uppbyggingunni sem framundan er. Á hverjum einasta degi koma í ljós nýir gjörningar sem benda til þess að spillingarkerfi Sjálfstæðisflokksins hafi náð djúpt inn í bankana eða að spillingarkerfi bankanna hafi náð djúpt inn í Sjálfstæðisflokksins. Við getum ráðið hvort við köllum það.  Ljósglætan er sú, að það vottar aðeins fyrir þeirri skoðun meðal fáeinna Sjálfstæðismanna að ekki sé allt í fínast lagi. Í þeim tilfellum sem ég þekki (Ragnheiður Ríkharðs og Þorgerður Katrín) eru það konur sem hafa tjáð sig.

Af hverju kemur það ekki á óvart?


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband