Dreifum byrðunum

Neyðarástand og neyðarlög.

Nú stefnir í það að byrðunum verði velt að miklu leyti á skuldara þessa lands. Skuldarar geta fengið lítilsháttar gálgafrest en þeir skulu borga brúsann. Við núverandi aðstæður er það lágmarks sanngirni að skuldarar og lánadrottnar skipti með sér byrðunum. Tillaga Benedikts gengur út á það.

Ef svo fer sem horfir verða foreldrar þessa lands að bera byrðina en lánadrottnar skulu hafa allt sitt á hreinu. Þegar atvinna minnkar hrökklast konur fyrst af vinnumarkaði og síðan karlar. Fyrst verður vinnan minni og síðan kannski engin, verðlag hækkar.  Vanskil hrannast upp á heimilunum, kvíði og þunglyndi hreiðrar um sig, heilsan versnar. Börnin verða líka fórnarlömb. Allt þetta má minnka og koma í veg fyrir með því að dreifa byrðunum rétt. 

Dreifum byrðunum bæði á skuldara og lánadrottna.


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband