Drottningarviðtalsheilkennið

mwl-img-796463.jpgMér hættir til að vorkenna svona mönnum en þegar það gerist þá rifjast upp fyrir mér hver er niðurstaðan af 18 ára samfeldri stjórn hans á efnahagsmálum á Íslandi - og sitthvað fleira líka. Þetta er svipað og með GWB. Meðan hann var við völd og gat látið sprengjum rigna yfir blásaklaust fólk um allan heim, pyntað þá sem honum sýndist og ráðið miklu um það hvernig heiminum muni farast á þessari öld, þá var manni ekki vorkunn í huga. Eftir að hann hrökklaðist frá völdum með allt niðrum sig sér maður hinsvegar að þarna er sjúkur lítill kall sem líður eins og unglingi sem féll á prófi.

Davíð er búinn að missa öll völd en fattar það ekki sjálfur. Þess vegna mætir hann í drottningarviðtal þó honum hafi aðeins verið boðið í viðtal. Þess vegna kemur það algjörlega flatt uppá hann að vera spurður almennra spurninga sem brenna á fólkinu í landinu. Þess vegna finnst honum spurningarnar vera til þess fallnar að upphefja spyrilinn en gera lítið úr honum sjálfum. Þess vegna var hann á skipulagslausum flótta frá fyrsta myndramma.

Efnislega gekk allt sem Davíð sagði útá að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. "Ég gerði (og geri) allt rétt það voru hinir sem brugðust." Smá smjörklípur til viðbótar svona til að láta vita af því að hann byggi yfir upplýsingum sem gætu komið sér illa fyrir óþæga. Ömurlegast var þá þegar hann fór ítrekað að hafa eftir umsagnir einhverra ótiltekinna annarra um hann sjálfan. Þessir ótilteknu bara stóðu í biðröðum til að segja honum allt um hans ágæti, hann væri langbestur og hefði alltaf verið það.

Er þetta ekki sjúklegt?

Oft segja viðbrögð og hegðun mann í viðtölum meira en svörin sem þeir gefa. Þannig var það um þetta viðtal. Hrokinn og sjálfsbyrgingshátturinn sem Davíð mætti með í viðtalið breyttist smám saman í reiði og að lokum hatursfullar yfirlýsingar um ríkisstjórnina og Jóhönnu Sig sérstaklega. Þá var hann endanlega búinn að kasta ham embættismannsins og komin í ham stjórnmálamannsins. Engin furða þótt ekki sé hægt að taka mark á þessum manni.

Þeir sem ekki þekkja muninn á spurningu og fullyrðingu eiga ekki að hafa mannaforráð.

Nú er sagt frá því í fréttum að sérstakur saksóknari biðju Davíð að láta sig vita ef hann hafi vitneskju um ólöglegt athæfi. Á ekki að kalla manninn fyrir til skýrslutöku? Fyrir þá sem vilja kynna sér sannleiksgildi fullyrðinga Davíðs bendi ég á myndböndin hennar Láru Hönnu.  Takið eftir hvernig Davíð notar orðin ég annarsvegar og orðið menn hinsvegar. Ég hef grun um að þegar hann segir menn þá sé hann að ljúga.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband