Ingibjörg í afneitun?

 

Á tveimur dögum, laugardag og sunnudag, upplýsti Ingibjörg Sólrún okkur um að hún og Jóhanna ætluðu að taka fyrsta og annað sætið í prófkjörinu í Reykjavík, að Össur mætti vera í þriðja sæti, að ekki ætti að persónugera veikindi manna og áhrif þeirra á flokka, að Jóhanna væri kandidat Samfylkingarinnar til forsætisráðherra og að hún vissi fyrir víst að sér myndi batna. Það væri jafn víst og að sólin kæmi upp á morgun.

Sennilega er ég að miskilja eitthvað. Það hlýtur bara að vera. Konan sem viðurkennir að hún hefði átt að taka sér veikindafrí, að hún hefði átt að hætta fyrr með Geir og hefði átt að fylgjast betur með hvað stofnanir ríkisins voru að gera vegna yfirvofandi bankakreppu, hún er með þetta allt á hreinu núna.

 Það eru liðnir þeir tímar þegar það þurfti hamfarir til að rífa hana og hina þingmenn flokksins úr faðmlaginu við Sjálfstæðisflokkinn. Á tröppum Þjóðleikhússins brunnu eldar að kvöldi 21. janúar þar sem þúsund manns stóðu utan dyra og börðu búsáhöld og í kjallara hússins voru þúsund manns sem komu til að draga flokksforystuna burt úr þessu faðmlagi. Þetta var magnaðasta kvöld sem ég man eftir. Í kjölfarið sagði Björgvin af sér og þá loksins virtist forystan fatta að henni var ekki sætt.

Ingibjörg Sólrún virtist ekkert skilja síðatliði haust og miðað við yfirlýsingar hennar um síðustu helgi fattar hún það ekki enn þá. Hún játar á sig mistök eftir mistök en hún talar eins og sú sem allt veit. Hver veit örlög sín á morgun eða í næstu viku. Þegar hún gekk til fundar 23. september gat hún ekki vitað að hún myndi ekki hafa það út af fundinum án aðstoðar. 

Síðasta helgi var því miður ekki til þess fallin að  auka traust mitt á Ingibjörgu Sólrúnu. Mér fannst ekki að þarna færi heilsteyptur og mikilhæfur leiðtogi.

Ég hef skrifað áður um veikindi stjórmálamanna hér og brottvikningu Samfylkingarinnar úr ríkisstjórn hér.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband