Sjálfstæðisflokkur stikkfrí

n818268081_1987824_8257.jpgAtburðirnir í janúar og febrúar voru aldeilis magnaðir. Í vetrarhörkum tók almenningur í landinu sig til og barði bumbur dag eftir dag og langt framá nótt. Það loguðu eldar á Austurvelli og við hið virðulega Þjóðleikhús Íslendinga. Og stemmingin var magnþrungin. Tryllt trommutónlist í bland við búsáhalda blús og lúðra blástur í nístandi kulda við yl frá logandi bálköstum. Þetta var görótt og engu líkt. Þessu gleymir enginn sem þarna var.

Þótt engar skýrslur væru lagðar fram komust skilaboðin til skila a lokum. Ekki alveg hjá öllum þó því þingmenn Sjálfstæðisflokksins náðu þessu aldrei og hafa ekki fattað enn út á hvað þetta allt saman gekk. En það er e.t.v. ekki við að búast af mönnum sem studdu innrásina í Iraq, studdu Söru Palin í forsetakosningunum í BNA og telja hlýnun jarðar vera bábilju. E.t.v. þurfum við að taka aðra rispu á pönnunum okkar með haustinu. 

n818268081_1981490_3082_811023.jpgSjálfstæðismenn tala enn eins og ekkert hafi skeð. Ónýtt Alþingi er enn heilagt í þeirra augum og þeir heilagir vegna nándar við það. Þeir hafa enn ekki fattað að nú er leitað allra ráða til að færa vald frá Alþingi til fólksins og að engar sættir munu verða fyrr en það næst. Hitt er jafn mikilvægt, að almenningur fái miklu virkari tæki til að veita Alþingi aðhald og helst setja það frá ef um koll keyrir. Þetta eru nú afleiðingar 18 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins.

Ég vek athygli á glæsilegri myndsyrpu Jóhanns Smára Karlssonar frá mótmælunum. Honum hefur tekist að fanga augnablik sem lýsa stemmingunni nokkuð vel. Jóhann er líka á Flickr.

En við þurfum að fylgjast með og passa uppá að stjórnarflokkarnir gefist ekki upp. 


mbl.is Meirihluti vill stjórnlagaþing samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þessu fínn pistill hjá þér, en ég fer að taka undir með Jónasi Kristjánssyni ritstjóra sem sagði að landar okkar hljóta að vera alvarlega ruglaðir ef þeir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn enn og aftur eftir allt sem á undan hefur gengið, þeir sem það hyggjast gera eru með öðrum orðum að biðja um nýtt bankahrun ekki satt ?

Skarfurinn, 13.3.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband