Sóley átti daginn

Sóley TómassdóttirÞað var kraftur í ræðu Sóleyjar. Það er ekkert nýtt en sakar ekki að geta þess.

Borgarstýran var lélegust. Hún hélt því aftur og aftur fram að hún ætti engra annarra kosta völ. Það væru engir aðriri leikir í stöðunni. Hún yrði að gera þetta svona og gera þetta núna. Þetta væri bara allst ekki á hennar valdi. Þetta væri allt saman einhverri vondri eftirlitsstofnun úti í bæ aðkenna.

Óskar viðurkennir þó að hann telur rétt að gera þetta og finnst hann gera fínan samning. 

Það finnst mér ekki. Ég held að þessi eign sé miklu meira virði. Það breytir ekki því að mesta ódæðisverkið verður unnið suður í Reykjanesbæ af fyrrverandi borgarstjóra okkar Reykvíkinga Árna Sigfússyni og félögum hans. Hann mun í kjölfar sölu OR selja Magma einkarétt á nýtingu mestallrar orku á Reykjanesi. Fyrir lágt kaupverð, gegn hlægilega (eða er það grátlega) lágu árlegu gjaldi (30 milljónir) en með fulltingi meirihlutans í Reykjavík. 

Það verður erfitt að reisa þessa þjóð við ef menn byrja á að afhenda væntanlegan auðlindaarð okkar og næstu 2-4 kynslóða til innrásarvíkinga í boði xD.


mbl.is Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Sóley átti daginn, því er ég gjörsamlega ósammála. Hún er að mínu mati einn daprasti stjórnmálamaður okkar tíma. Treggáfað gjamm hennar i gegn um tíðina hefur margsýnt það.  Ræða hennar í gær var slök enda hefur hún takmarkað vit á málinu.

Annars er ekki hægt að rökræða þetta mál við vinstri menn, þeir sögðu ekki stakt orð þegar Samfylkingin i Hafnarfirði seldi orkufyrirtækin sín en gjamma núna eins og bjálfar.

Þesi niðurstaða í málinu er afar farsæl fyrir borgina og mun það koma berlega í ljós.

Baldur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek undir með Baldri. Þessi "ræða" Sóleyjar er bull og hálfsannleikur spunninn upp til þess að skreyta sjálfa sig óverðskulduðum fjöðrum og ata auri þá sem eru einfaldlega að vinna vinnuna sína.

Eins og VG-menn (karlar og konur) hafa klappað Svavari Gestssyni á bakið fyrir Æsseif-samkomulagið þá ættu þeir að sjá sóma sinn í því að vera yfirleitt ekkert að tjá sig um samninga og samningsgerð.

Samfylkingarliðið í Hafnarfirði sá sér leik á borði að koma höggi undir beltisstað á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík og VG spilar með. Þetta lið ætti að skammast sín.

Emil Örn Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband