Almannarómur og innantómur áróður

traust_til_stórmálamanna.gif   Í BNA eru repúblikhanar að ganga af göflunum yfir velgengni og vinsældum Obama. Ekkert er þeim heilagt í baráttunni gegn honum og hans málefnum. Frammámenn meðal fyrrnefndra hana taka þátt í skrípaleik um það hvort Obama sé í raun Bandaríkjamaður, hvort óhætt sé að leyfa honum að flytja ávarp fyrir skólabörn og nú síðast var gjammað frammí þegar hann ávarpaði sameinað þing.  Við erum að vísu vön frammíköllum vanstilltra og lítt þroskaðra þingmanna en mér skilst að þetta hafi ALDREI gerst áður þar vestra. Og þingmaðurinn sem braut hefðina er um þessar mundir þjóðhetja hægri öfgamanna á meðan æ fleiri eru farnir að nefna rasisma sem undirrót að öllu saman. Víst er um það að þingmaðurinn Wilson (sem gjammaði) á sér skrautlega  fortíð í rasisma.

 Hér heima hefur stjórnarandstaðan í þinginu haft hæst og þar eiga margir skrautlega fortíð líka. Ég hef reyndar haldið því fram að sumir á þeim bænum muni hljóta stöðu grunaðra í komandi uppgjöri. Málflutningur þeirra hefur varla verið frambærilegur og meira að segja persónuníð hafa ekki vafist fyrir þeim.  En þeir hafa hrakist úr einu horni í annað og nú heitir það að Jóhanna sé horfin. Og öfugt við það sem var fyrr í sumar, þegar stjórnarandstaðan taldi Jóhönnu og Steingrím varla opna munninn nema það væri til stórtjóns fyrir land og þjóð, þá á það að vera hið versta mál að þau skuli ekki standa daglangt á torgum úti núna. 

En almenningur í landinu sér gegnum þetta. Það sýnir skoðanakönnunin sem er efni moggafréttarinnar sem er tilefni þessa pistils. Þótt þau skötuhjúin moki viku eftir viku og mánuð eftir mánuð skítinn sem xD og xF skildu eftir sig og að skítaverk séu alls ekki vinsælust verka, þá bera þau bæði höfuð og herðar yfir aðra forystumenn stjórnmálanna.  Ég held að það sé m.a. vegna þess að  þjóðin veit að þau hafa enga hugsjón aðra en að vinn henni vel. Það er hægt að treysta þeim.

Hversu mikils virði er það á þessum tímum?


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband