Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

Á Svandís ađ segja af sér?

Hverslags ţvćla er eiginlega í gangi varđandi ţetta risastóra Svandísar-Urriđafossmál? Mér finnst virđulegasta fólk bara rugla út í eitt.

Í fyrsta lagi situr Svandís ekki á ţingi í umbođi VG eins og margir tala um. Ţessu var m.a. haldiđ  fram í Silfrinu (13.2.2011) og í máli stjórnmálafrćđings (sic!) í síđdegisútvarpinu (14.2.2011). VG á heiđurinn af ţví ađ stilla henni upp til kjörs í Alţingiskosningum en Svandís situr ađ sjálfsögđu á ţingi í umbođi kjósenda VG. Framgangsmátinn viđ val á ráđherrum eftir ţví sem ég best veit ţannig ađ flokksformađurinn tilnefnir ráđherra og ţingflokkurinn samţykkir eđa synjar. Ţađ má ţví etv segja ađ flokkformenn eđa ţingflokkar beri ábyrgđ á ráđherrum en um ráđherraábyrgđ fer annars ađ lögum. 

Í öđru lagi er varla hćgt ađ gera ţađ ađ ástćđu til afsagnar ráđherra ađ hann sé ekki óskeikull um ţađ hvađ felist í og hvernig eigi ađ túlka lög sem ágreiningur er um. Í ţví tilfelli sem hér um rćđir hefur ráđherra lagt annan skilning í viđkomandi lög en hćstiréttur gerir ađ lokum. Ţađ má reikna međ ađ ráđherrann hafi sótt lagaskilning sinn til starfsmanna ráđuneytisins og etv út fyrir ráđuneytiđ líka og komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ tilhögun viđ gerđ ađalskipulagsins sem um rćđir hefđi veriđ ábótavant. Ef lög vćru alltaf auđskilin og aldrei kćmu upp álitamál varđandi túlkun ţeirra ţá ţyrfti enga dómstóla. Ef ágreiningur er um túlkun laga ţá ber ađ láta dómsstóla skera úr. Ţađ var gert varđandi ţetta tiltekna ađalskipulag. 

Í ţriđja lagi hefur ekki veriđ sýnt framá ađ ákvörđun ráđherra um ađ synja hluta ađalskipulagsins stađfestingar hafi valdiđ töfum á framkvćmdum í sveitarfélaginu ţrátt fyrir yfirlýsingar um ţađ. Og ţó ákvörđun ráđherra hefđi valdiđ töfum ţá fór hún hárrétta leiđ međ máliđ, - lét dómsstóla skera úr um lagaóvissu. 

 


mbl.is Vildu láta ávíta ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband