Færsluflokkur: Menning og listir
Alþingi rúið trausti
17.3.2009 | 17:14
Í síðustu færslu kenndi ég skorti á trúnaðartrausti milli þings, þingmanna og þjóðar um dræma þátttöku í prófkjörum síðustu helgar. Í þjóðarpúlsi Gallups frá 3.3.2009 kemur fram að einungis 13% Íslendinga bera mikið trausts til Alþingis. Þetta má væntanlega færa rakleitt ýir á þingmenn sem heild og þetta þurfa þeir að taka þetta alvarlega, - grafalvarlega. Þeir sem tala um virðingu þingsins og meina etv virðingu sem bera skal til þingmanna ættu að fara í meðferð.
Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi Eystra, Tryggvi Þór, á sér skrítinn feril síðustu misserin. Háskólaprófessor, forstjóri fjárfestingarbanka, sérstakur ráðgjafi forsætisráðherra og frambjóðandi til Alþingis. Hann er einn af þeim sem notar smjörklípur eins og þá að hann ætli ekki að segja frá því hvað varð til þess að uppúr slitnaði með honum og Geir H "að sinni." Það er fjallað um feril Tryggva á þessari síðu.
Sjálfstæðisflokkurinn er a.m.k. sjálfum sér samkvæmur. Velur í búntum menn sem eiga trúlega eftir að sæta rannsókn. Þar á bæ er traust ekki hátt skrifað.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvurn skrattan getum við að gert?
16.11.2008 | 16:22
Enn eitt frábært Silfur hjá Agli. Eftir að hann fór að bjóða til sín venjulegu fólki og fólki með sérþekkingu á því sem hæst ber þessa dagana hefur þátturinn gengið í endurnýjun lífdaga. Þessi svokallaða stjórnmálaumræða, eins og hún fór fram þar og í kastljósi, var alveg hætt að skila nokkrum sköpuðum hlut. Reyndar er langt síðan.
Samlíking Kristínar Helgu á ástandinu í fjölskyldu fíkilsins og á þjóðarheimilinu var sláandi.
Undanfarin ár hafa fíklar ráðið ferðinni hjá okkur. Eftir að hafa notfært sér velvilja, meðvirkni og fáfræði fjölskyldunnar (þjóðarinnar) til að harka út lán og komast hjá uppgjöri við lánadrottna, þá setja þeir heimilið á hausinn. En það nægir ekki til að fíklarnir sjái ljósið. Öllum nema þeim er ljóst að þeir þurfa að fara í meðferð en það er bæði gagnlaust og illmögulegt að koma þeim í meðferð nema með þeirra eigin samþykki.
Og þjóðin er einmitt í þessari stöðu. Allir sjá spillinguna, hrokann og yfirganginn sem stjórnvöld sýna okkur, - nema þau sjálf. Eru einhver vandamál þar spyr Geir H þegar hann er spurður um aðgerðir til að reisa við orðstý þjóðarinnar og breytingar í Seðlabankanum. Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan segir Þorgerður Katrín. Eru þau nokkuð að spila hörpudúett meðan þjóðin þjáist? Og hvurn skrattann getum við gert? Þetta er eins og í tilviki fíkilsins. Við getum ekki lagt hann inn og við getum heldur ekki svipt hann forræði.
Það hlýtur að vanta eitthvað í stjórnskipun landsins!!!
Sá eini sem ekki virtist skilja neitt var Ágúst Ólafur, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Heldur hann í raun að þingið geti skipað óháða nefnd Íslendinga sem rannsaka á hann og kollega hans? Þmt alla ráðherrana sem eru jú þingmenn. Heldur hann í raun að bankaráðin séu ópólitísk, óháð og eingöngu fagleg eða talar hann bara svona? Ágúst er ungur og vel menntaður maður en vantar hann svona gjörsamlega bæði reynslu og þroska eða er hann svona samdauna kerfinu?
Menning og listir | Breytt 3.3.2009 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)