Falskar forsendur hæstaréttar
26.1.2011 | 13:20
Miðað við það sem ég heyri í fréttum (hef ekki lesið dóminn) hefur hæstiréttur ógilt kosningarnar til stjórnlagaþings á fölskum forsendum.
- Það er óumdeilt að kjörkassarnir voru ekki opnaðir af óviðkomandi þó ekki væri á þeim hengilás. Að ógilda kosningar vegna atvika sem hefðu getað átt sér stað er svipað og að grafa lifandi mann sem lenti í lífshættulegu slysi en varð ekki meint af því að hann hefði getað dáið.
- Skilrúmin milli borða kjósenda voru nægjanlega há og það var ekki hægt að sjá hvað maðurinn á næsta borði var að bardúsa. Prufið að skrifa fjögurra stafa tölu með blýanti á hvítan pappír og lesa hana í svipaðri fjarlægð og var á milli borða. Það sést bara ljósgrár ógreinilegu blettur. Til þess að lesa kjörseðil næsta manns þyrfti að standa yfir manninum og einbeita sér að lestrinum. Auk þess var kjördeildin opin og auðvelt fyrir starfsmenn (og kjósendur sjálfa) að fylgjast með því að menn væru ekki að skipta sér af kosningu annarra.
- Þó etv sé fræðilega mögulegt að rekja kjörseðla til einstaklinga þá er algjörlega útí hött að hægt sé að gera það nema það sé fyrirfram skipulagt og að sá sem hefur áhuga á að gera það sé búinn að útvega sér tiltölulega flókinn tæknibúnað til að lesa seðlana með. Engar getgátur eru uppi um að slíkt hafi átt er stað né heldur að tæknibúnaður landskjörstjórnar hafi verið notaður til þess.
- Það skiptir engu máli hvort kjörseðillinn var brotinn saman eða ekki. Það var ekki hægt að lesa á hann og jafnvel þó það hefði verið hægt á tilviljanakenndan hátt var það ekki nægjanlegt til að vinna uppúr því þekkingu sem gæti nýst einhverjum.
Mér skilst að hæstiréttur hafi lagt saman ofangreind atriði og etv einhver fleiri og komist að því að samanlagt verði þau til þess að ógilda þurfti kosninguna. Þetta er algjörlega út í hött. Svona vinnubrögð eiga ekki við hérna. Það er alveg sama hvort þú étur eina græna baun eða tíu grænar baunir. Etv finnst þér grænar baunir ekki góðar en þær eru ekki eitraðar og þær drepa þig ekki. Allt annað er uppi á teningnum þegar um eitraða pillur er að ræða. Þú lifir kannski af að éta eina eða tvær en steindrepst ef þú étur tíu.
Í Kastljósi í gær (25. feb) bar kærandinn Skapti ógildinguna saman við það að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi. Það væri sama sektin hvort sem þú gerir það um miðja nótt þegar aðrir eru ekki á ferðinni eða um háumferðartíma. En sektin er bara einskonar áminning til viðkomandi einstaklings um að fara eftir settum reglum næst og reglan er sett til þess að afstýra miklu tjóni sem getur orðið á eignum og heilsu þeirra sem nota gatnakerfið ef ekki er farið eftir reglunum.
Þannig átti hæstiréttur að meðhöndla framkvæmd stjórnlagaþingskosningarnar. Veita áminningu en þar sem engan sakaði og lýðræðið (umferðarreglurnar) var ekki í hættu vegna klaufaskapar við framkvæmd þessara kosninga sem aldrei verða endurteknar átti að láta kyrrt liggja. Það er ekki einu sinni um það að ræða að gera betur næst því kosningarnar voru einstakar. Ekki nema hæstarétti hafi tekist að gera stjórnlagaþingskosningar að árlegum viðburði með þjóðinni.
Ég vil að þeir sem þegar hafa verið kosnir á stjórnlagaþing setjist á stjórnlagaþing og geri tillögu að nýrri stjórnarskrá hvernig sem það verður útfært.
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki sammála þér" Nóg hefði verið að gægjast yfir pappakassann til að sjá hvað næsti maður var að gera. Það gengur auðvitað ekki. Að hunsa lögin er sama og hunsa, réttlætið og lýðræðið. Að mínu mati.
Eyjólfur G Svavarsson, 26.1.2011 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.