Á Svandís að segja af sér?
14.2.2011 | 20:57
Hverslags þvæla er eiginlega í gangi varðandi þetta risastóra Svandísar-Urriðafossmál? Mér finnst virðulegasta fólk bara rugla út í eitt.
Í fyrsta lagi situr Svandís ekki á þingi í umboði VG eins og margir tala um. Þessu var m.a. haldið fram í Silfrinu (13.2.2011) og í máli stjórnmálafræðings (sic!) í síðdegisútvarpinu (14.2.2011). VG á heiðurinn af því að stilla henni upp til kjörs í Alþingiskosningum en Svandís situr að sjálfsögðu á þingi í umboði kjósenda VG. Framgangsmátinn við val á ráðherrum eftir því sem ég best veit þannig að flokksformaðurinn tilnefnir ráðherra og þingflokkurinn samþykkir eða synjar. Það má því etv segja að flokkformenn eða þingflokkar beri ábyrgð á ráðherrum en um ráðherraábyrgð fer annars að lögum.
Í öðru lagi er varla hægt að gera það að ástæðu til afsagnar ráðherra að hann sé ekki óskeikull um það hvað felist í og hvernig eigi að túlka lög sem ágreiningur er um. Í því tilfelli sem hér um ræðir hefur ráðherra lagt annan skilning í viðkomandi lög en hæstiréttur gerir að lokum. Það má reikna með að ráðherrann hafi sótt lagaskilning sinn til starfsmanna ráðuneytisins og etv út fyrir ráðuneytið líka og komist að þeirri niðurstöðu að tilhögun við gerð aðalskipulagsins sem um ræðir hefði verið ábótavant. Ef lög væru alltaf auðskilin og aldrei kæmu upp álitamál varðandi túlkun þeirra þá þyrfti enga dómstóla. Ef ágreiningur er um túlkun laga þá ber að láta dómsstóla skera úr. Það var gert varðandi þetta tiltekna aðalskipulag.
Í þriðja lagi hefur ekki verið sýnt framá að ákvörðun ráðherra um að synja hluta aðalskipulagsins staðfestingar hafi valdið töfum á framkvæmdum í sveitarfélaginu þrátt fyrir yfirlýsingar um það. Og þó ákvörðun ráðherra hefði valdið töfum þá fór hún hárrétta leið með málið, - lét dómsstóla skera úr um lagaóvissu.
Vildu láta ávíta ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.