Seimóld seimóld?
27.4.2013 | 11:39
En Hrunflokkarnir bjóða pening. Það er erfitt að keppa við það. Sigmundur Davíð hefur komið auga á vonarpening sem lagður var grunnur að með lögum á Alþingi 2012 og hann studdi ekki þá. Vonarpeninginn ætlar hann t.d.
1. ekki að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem nýtist öllum strax í sterkara gengi, lægra vöruverði, minni verðbólgu, lægri vöxtum og lægri afborgunum. Til lengri tíma nýtist það unga fólkinu sem sannanleg átti ekki sök á Hruninu en situr uppi með skuldirnar nema við borgum þær,
2. ekki til að bæta menntakerfið sem nýtist fyrst skólafólkinu sjálfu en síðan allri þjóðinni með betri menntun,
3. ekki til að byggja upp heilbrigðiskerfið sem við reiðum okkur á frá vöggu til grafar,
4. ekki til að leiðrétta tryggingakerfið þannig að fársjúkir og efnalitlir einstaklingar þurfi ekki að neita sér um læknisþjónustu,
5. ekki til að hjálpa þeim sem þegar hafa misst íbúðina sína,
6. ekki til að hjálpa þeim sem misstu sparnaðinn sem þeir höfðu lagt í hlutabréf.
Sigmundur Davíð ætlar að nota ¾ hluta vonarpeningsins til að greiða niður skuldir vel stæðra einstaklinga sem ekki þurfa á aðstoð að halda (samkvæmt skýrslu Seðlabankans) og ¼ til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda vegna húsnæðislána.
Bjarni Benediktsson ætlar að nota ameríska vúdúhagfæði sem byggist á því að gera vel við efnamikið fólk því brauðmolar muni sáldrast af allsnægtaborðum þess og til almennings. Þessi hagfæði hefur margoft verið afsönnuð þar sem hún hefur verið reynd.
Árið 2003 lofuðu Hrunflokkaranir öllum öllu. Kárahnjúkavirkjun, hærri húsnæðislánum og skjótum sigri í Iraq. Flest gekk eftir þangað til allt fór til andskotans 2008. Og það vantaði sannarlega ekki viðvaranir. Nú eru þeir komnir aftur í gylliboðakapphlaupi sem aldrei fyrr.
Þetta gekk ekki þá og það gangur ekki núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.