Hryðjuverk í seðlabanka

Seðlabankinn

 

Nú liggur fyrir að Bretar beittu lögum gegn hryðjuverkum til að stöðva starfsemi íslensku bankanna í Englandi. Þetta var fyrsta og eina skiptið, síðan þessi lög voru sett eftir 11. sept. 2001, sem þau hafa verið notuð á þennan hátt. Geir H. segir það vera aldeilis óviðunandi að bresk stjórnvöld beiti slíkum lögum gegn Íslendingum og íslenskum hagsmunum og boðar viðeigandi viðbrögð af hálfu íslenskra stjórnvalda. 

 Í meira en áratug hafa leiknir og lærðir kallað eftir aðildarviðræðum að ESB.  Í nokkur undanfarin ár hefur atvinnulífið kallað eftir Evru og sérfræðingar varað við þeim atburðum sem nú hafa gerst og að hið litla íslenska hagkerfi sé ekki nægilega stórt og öflugt til að verja bankana. Í mörg ár hafa bankarnir sóst eftir leyfi til að gera upp í Evrum.

Munurinn á íslensku kreppunni og Evrópu kreppunni er sá, að við búum við lítið hagkerfi, háa vexti, mikla verðbólgu og veikan gjaldmiðil. Þetta eru allt afleiðingar af stefnu Davíðs Oddssonar í íslenskum stjórnmálum og Seðlabanka. Það er afleitt að vera flokkaður með hryðjuverkamönnum af erlendum stjórnvöldum. En aðgerðir Davíðs síðustu tvær vikur eru ekkert annað en hryðjuverk. 

Davíð er orðinn (fyrir löngu síðan segja sumir) sjálfstætt þjóðhagslegt vandamál. Þrátt fyrir það er ekki annað að sjá, en að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að slá skjaldborg um hann.  Ég vona að svo verði ekki en óttast að þannig verði það.

Annað vandamál Sjálfstæðisflokksins er auðvitað Árni Matthiesen.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdahafar þessa lands hafa gert sig seka um landráð með heimsku sinni og vandræðagangi varðandi þau samskipti og skilaboð sem þeir senda frá sér og aðrar þjóðir sjá auðvitað líka. Flest ríki í Evrópu hafa t.d. leyniþjónustu sem fylgist með fjölmiðlum og hefur á sínum snærum túlka o.fl., og nú þegar augu allra að beinast að Íslandi er mikilvægt að halda andlitinu og fara ekki á taugum eins og þeir hafa gert. Hámarksrefsing í slíkum tilvikum er 16 ára fangelsi, en 3 ár ef hægt er að bera við gáleysi. (Sjá X. kafla almennra hegningarlaga)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband