Paul Krugaman og Þorvaldur Gylfason

A funny thing happened to me this morning … skrifar Paul Krugman á bloggsíðu sína The Conscience of a Liberal í morgun. Það hlýtur að vera nokkuð sérstök tilfinning að vakna við svona fréttir.

Paul skrifar dálk í NYT á mánu- og fimmtudögum. Hann er einn þessara manna sem geta talað um flókin mál á einfaldan hátt þannig að jafnvel ég get skilið, - eða held að ég skilji. Við eigum slíka menn á Íslandi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra en hann vitnar m.a. talsvert til Paul. Ekki veit ég hvort þeir aðhyllast svipaðar stefnur í hagfræði en Paul er klárlega frjálslyndur og skammast sín ekki fyrir það þótt umhverfið sem hann starfar í sé (BNA) sé haldið örgustu íhaldssemi.

Sennileg hefðu ýmsir hérlendir áhrifamenn haft gott af að lesa greinarnar hans Paul Krugman og hlusta með meiri athygli á Þorvald Gylfason. 

29. ágúst 2005 skrifaði Paul:

"How bad will that aftermath be? The U.S. economy is currently suffering from twin imbalances. On one side, domestic spending is swollen by the housing bubble, which has led both to a huge surge in construction and to high consumer spending, as people extract equity from their homes. On the other side, we have a huge trade deficit, which we cover by selling bonds to foreigners. As I like to say, these days Americans make a living by selling each other houses, paid for with money borrowed from China."

Kannast einhver við svipuð orð á sama tíma mælt á íslensku?


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband