Eigum við að ganga úr NATO?

Jörgen Jörgenson

Þetta er hárrétt hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Þarna er útgjaldaliður sem við getum sparað okkur án þess að við finnum fyrir því. Mér fannst að aldrei kæmu fram forsendurnar fyrir samningunum sem gerðir voru eftir að varnarliðið fór (loksins) og að sjálfsögðu fengum við enga almenna umræðu eða atkvæðagreiðslu um þær. Hver er hin aðsteðjandi hætta? Engan virðist hafa grunað að hættan væri frekar efnahagsleg en hernaðarleg og að ógnvaldurinn væri bandamaður okkar í NATO en ekki Rússar eða Arabar.

Fyrir 200 árum var landið hernumið af Jörundi nokkrum sem kom frá Bretlandi, árið 1940 var landið hernumið af Englendingum og eitt stríð höfum við háð, - gegn Englendingum. Ég geri mér grein fyrir að forsendur og aðstæður eru mjög ólíkar í þessum tilvikum, en að það skuli vera hægt að nefna England í öllum tilvikum segir samt einhverja sögu.

Sumir tala um að NATO séu slík friðar- og mannúðarsamtök að við verðum að taka þátt þess vegna. Erum við ekki ágætlaga í stakk búin til að sinna friðar- og mannúðarmálum og standa utan við NATO? Ég held það og sennilega gætum við verið áhrifameiri þannig.

P.S: Það er vert að rifja upp hvernig Davíð leyndi þjóðina því að herinn myndi fara á meðan hann háði kosningabaráttu. Honum fannst greinilega að þetta kæmi þjóðinni ekki við fyrr en honum sýndist svo. Enn eitt dæmið um hroka hans, óabyrga stjórnarhætti og rangt stöðumat.

 


mbl.is Vilja að hætt verði að bjóða erlendum her hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband