Magnað Silfur hjá Agli

Þetta var magnað Silfur hjá Agli í dag, einkum þó þættir þeirra Einars Más og Jóns Baldvins. Fátítt er að sjá spekinga og/eða rabbara mæta í þáttinn og vera svona mikið niðri fyrir. Reiðin í þjóðfélaginu er alveg mögnuð. Ég man ekki eftir öðru eins. Margir voru reiðir þegar Davíð ætlaði að setja prívat fjölmiðlalög í landinu en reiðin var ekki jafn almenn þá og nú. 

Það magnaða er að rekja má frumorsakir þessa ástands sem nú ríkir  til eins manns. Að vísu hafa margir tekið þátt í tryllingunni en í stjórnatíð Davíðs hefur aðeins einn ráðið. Aðrir hafa verið einskonar hestadrengir hjá honum en hann einn hefur alltaf ráðið förinni.


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband