Við viljum kosningar
22.10.2008 | 16:46
Þetta er allt dálítið öfugsnúið. Ég held að Vagerður Sverrisdóttir hafi staðið sig vel, - fyrir sinn flokk. Hinsvegar hef ég nánast alltaf verið ósammála henni þangað til núna. Ég er sem sagt sammála henni um að það eigi að blása til kosninga eins fljótt og unnt er. T.d. næsta vor.
Staðan er þannig að Sjálfstæðismenn fara með embætti forsætis- og fjármálaráðherra, eins og þeir hafa gert í meira en 17 ár. Að mínu mati er það út í hött að endurreisnarstarfinu verði stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Það bara gengur ekki. Nú þarf ný viðhorf og ný vinnubrögð. Það verður að víkja sérhagsmunaneti Sjálfstæðisflokksins til hliðar um stund.
Nú leita menn logandi ljósi að ráðgjöfum Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár. Ekki svo að skilja að Davíð Oddsson hafi talið sig hafa þörf fyrir ráðgjafa, en líklegast er að ráðgjafarnir hafi verið sömu mennirnir sem keyptu bankana, - og settu þá á hausinn.
Stjórnmálin biðu hnekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kreppan, Sjálfstæðisflokkurinn | Breytt 3.3.2009 kl. 22:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.