Sjálfstæðisfokkinn burt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í síauknum mæli tekið upp vinnubrögð sem kennd eru við "neo-cons" eða GWB. Á 17 ára valdaferli flokksins má sjá hvernig flokkurinn hefur tileinkað sér hrokafullan málflutning samfara því að hann hefur lagt til hliðar lýðræðisleg vinnubrögð og látið sérhagsmuni ráða. Dæmin eru ótalmörg:

  • Fjölmiðlalög
  • Dómararáðningar
  • Prófessoraráðningar
  • Stríðsþátttaka
  • Lagðar niður "óþægar" stofnanir

Röksemdafærslan fyrir aðgerðum flokksins hefur lýst þvílíkum hroka að leitun er á öðru eins. Þar má t.d. nefna að ekki þurfi að fara eftir gildandi lögum af því að þau "séu börn síns tíma," að dómnefndir vegna ráðningar í dómarastöður séu minna virði en einkavinaráðgjöf og prívat skoðanir einstaka ráðherra eða að þjóðinni komi ekki við hvort hún er látin styðja ólöglegt árásarstríð í fjarlægum heimshlutum.

Framundan eru gífurlegar eignatilfærslur í íslensku þjóðfélagi. Fyrst munu stjórnvöld skipa stjórnir og bankastjóra  í þjóðnýttum bönkum, en síðan munu bankarnir verða eikavæddir á ný. Fjöldi fyrirtækja munu verða gjaldþrota og þá ríður á miklu að nýir menn taki við rekstrinum svo framleiðsla stöðvist ekki. Sjálfstæðisflokkurinn mun kappkosta að koma sínum mönnum á rétta staði þannig að "þeirra" menn fái aðgang að lánsfé til að kaupa upp þjóðfélagið, - að nýju.

Í endurreisninni sem framundan er  verðum við að leggja áherslu á aukið lýðræði og meira gegnsæi. Það er t.d. alveg fráleitt að kjósendur skuli ekki fá vitneskju um það hverjir fjármagna stjórnmálaflokkana. Nú reynir á að Samfylkingin sýni frumkvæði. Samfylkingin hefur verið í stjórnarandstöðu frá því hún var stofnuð og ber því litla ábyrgð á ástandinu núna. Hún benti meira að segja á misstökin í hagstjórninni í rituðu máli og töluðu fyrir síðustu kosningar. Henni ber því að leiða endurreisnarstarfið og næstu mánuðir munu skera úr um það hvort Samfylkingin verður leiðandi afl í íslensku þjóðfélagi eða ekki.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Stælar og hegðun D listanns minnir á Stalin og kommunisma

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.10.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

En það er Samfylkingin sem heldur sjálfstæðisflokknum  við völd .

Vigfús Davíðsson, 29.10.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband