Samfylking er eina vonin

Ég hef bent á það í fyrri færslum að eina von almennings í þessu landi er að Samfylkingin hafi styrk og þor til að stjórna endurreisninni. Það er gífurlega mikilvægt að það verði ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Honum er ekki treystandi til þess að standa fyrir þeim úrbótum á íslensku lýðræði, jafnrétti og jafnræði sem þörf er á. Framtíð Samfylkingarinnar veltur líka á því að hún sýni að hún ráði við þetta verkefni.

Samfylkingin hefur lítið sem ekki komið að stjórn efnahagsmála fram til þessa.  Nú er hennar tími runninn upp. Ef hún bregst mun skapast tómarúm sem verður fyllt af - Sjálfstæðisflokknum. Aðrir flokkar hafa ekki burði til þess.

Myndbandið og textinn sem fylgir frétt mbl.is gefur til kynna að Samylkingin muni kikna. Hins vegar er engan vegin víst að fréttin gefi rétta mynd af því sem fram fór á Alþingi. Það væri ekki í fyrsta skipti sem fréttir þar eru litaðar af sérhagsmunum Sjálfstæðisflokksins og "hans" manna. 


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband