Palin heilkennið

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun sagði Bjarni Ben eitthvað í þá veru að Ingibjörg Sólrún og aðrir andstæðingar í pólík  mættu ekki tala um stjórn Seðlabankans og Davíð Oddsson eins og það gerir. Við höfum æði oft heyrt það úr herbúðum Sjálfstæðismanna að ekki mætti tala um mál sem eru á allra vitorði. Það er nokkuð dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að forðast opna umræðu og taka ákvarðanir um mál í læstum bakherbergjum. Dæmin eru mörg en eitt það versta er um stuðning okkar við innrásina í Iraq.

Það er ótrúlegt hversu mikið af öfugsnúinni röksemdafærslu"neo-cons" og Bushista í USA finnur leið inn í raðir drengjaliðs Sjálfstæðisflokksins. Það nýjast frá Söru Palin kom fram á viðtali í íhaldsútvarpi í gær. Þar heldur hún því fram að það sé árás á rétt hennar til málfrelsis ef/þegar fjölmiðlar kalla persónuárásir hennar á Obama "neikvæðan málflutning." Henni finnst að hún megi hafa skoðun en aðrir megi ekki hafa skoðun á skoðun hennar. --- Varaforsetaefni McCains!!!

 Allir vita að vera Davíðs í sjálfskipað embætti Seðlabankastjóra hefur rúið bankann trausti bæði innanlands og utan. Bjarni verður að reyna að sætta sig við það og hitt líka, að menn mega segja það og að ekkert er eðlilegra en að menn tjái sig um það. 

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið skjaldborg um (fyrrverandi?) foringja sinn jafnvel þótt það hafi þegar haft afgerandi áhrif til hins verra fyrir alla sem búa í þessu landi. Einkunnarorð McCains eru Country First jafnvel þó hann hagi sér og tali með allt öðrum hætti. Hvernig væri að Geir og co litu til þjóðarinnar og settu hagsmuni hennar ofar sínum eigin flokks- og sérhagsmunum?


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband