Hvað varð um jafnræðið?

Ég þekki ekki alla sem þarna eru skipaðir, en þeir sem ég þekki starfa eða hafa starfað í áberandi stöðum fyrir stjórnmálaflokkana. Er það svo að flokkarnir hafi ekki hugmyndaflug til að skipa aðra? Þetta er liðið sem á að taka ákvarðanir um lánafyrirgreiðslur til athafnamanna í kreppunni.

 Auk þess er þetta afar undarlegt jafnræði. Fjórar konur í einu bankaráðinu og ein í öðru. Þetta er dálítið eins og Árni Matt hafi hugsað sem svo: "Ok. Í þessari stöðu kemst ég ekki upp meða að skipa færri en 7 konur. Best að fórna bara einu bankaráðinu til að við strákarnir getum haft það huggulegt í hinum tveimur."

Auk þess er engin kona formaður bankaráðs.

 

Þetta gengur engan vegin að mínu mati. 
Enn hefur Árni klúðrað skipuninni. 

 


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ertu með betri tillögur?

Eða ertu enn á mótþróaskeiðinu og finnst allt sem aðrir gera ómögulegt.

Það á að skipa ekki fólkið í þá stöðu þar sem þeirra hæfileikar og þekking nýtist best. Við höfum ekki efni á að vera að elta einhverja kynjakvóta ef það verður til þess að ná ekki hámarks nýtingu úr hæfileikum hvers og eins.

Landfari, 7.11.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Já. Ég tel mig hafa miklu betri tillögu. Ég hefði eingöngu skipað konur í bankaráðin. Nema hvað ég myndi þá líklega brjóta jafnréttislög og ég hef þrasað svo mikið útí alla ráðherrana sem hafa gert það, að ég nenni ekki að gera það sjálfur.

Það kynið sem skuldar minna og lendir sjaldnar í vanskilum þótt það þéni minna (fyrirtæki sem stjórnað er af konum skila þó að jafnaði hlutfallslega meiri arði en hin sem er stjórnað af köllum) ætti að vera sjálfkjörið til að stýra bankastarfsemi. Auk þess væri mín aðferð yfirlýsing um að við hefðum lært eitthvað.

Nægir hæfileikar í boð þar.

Guðl. Gauti Jónsson, 7.11.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

P.S: Ég reyndar er ekki viss um að skipun bankaráðs Kaupþings sé í samræmi við jafnréttislög.

Hver veit það?

Guðl. Gauti Jónsson, 7.11.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Landfari

sú staðreind að kona er kona gerir hana ekki hæfari til setu í bankaráði en karl.

Það þarf að skipa í þessar stöður eftir hæfileikum en ekki kynferði. Það er lykilatriði.

Landfari, 9.11.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband