Geir fattar ekki málið!

Það er mjög líklegt að ástæðan fyrir því að IMF vill ekki veita okkur fyrirgreiðslu sé allt önnur en sú sem íslensk stjórnvöld segja okkur. Geir H segir  Breta og Hollendinga beita þrýstingi til að Icesave málin verði leyst áður en IMF afgreiði umsókn okkar. Hann telur þetta til marks um að þeir blandi saman óskyldum málum og beiti bolabrögðum.

Sennilega er rétta skýringin sú að IMF telur sig ekki vita hver efnahagsleg staða Íslands er eða hver hún verður  fyrr en búið er að ganga frá uppgjöri um Icesave reikningana. Jón Daníelsson telur að skuldirnar sem Ísland gæti þurft að taka á sig nemi sem svarar vergri landsframleiðslu. Það munar um minna og eðlilegt að IMF og önnur ríki geti illa tekið afstöðu til lána án þess að vita hver staða þjóðarbúsins sé.

Þetta er líklega það sem Geir H hefur ekki fattað og það sem hefur tafið fyrir endurreisninni. Það er tími til kominn að horfast í augu við raunveruleikann og snúa sér að lögfræðilegum rökum varðandi Icesave. Við þekkjum útúrsnúningarök Sjálfstæðisflokksins vel frá umræðunni hér innanlands og vitum að þau eru ekki boðleg.


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband