Mikið er sakleysi þitt

FélagarMikið er langlundargeð og sakleysi þessa manns. Hann var illa svívirtur helgina dramatísku þegar atburðarásin var sett í gang. Hann lét sig samt hafa það dag eftir dag að stilla sér upp á blaðamannafundum við hlið Geirs  til þess eins að mæra hann og stuðla að blekkingunni um að ríkisstjórnin hefði stjórn á atburðarásinni.

Miðað við frétt mbl.is af því sem fram kom í Markaðnum var hann þó bara statisti. Davíð og Geir skrifuðu handritið og réttu leikurunum, - og statistunum, aðeins þær línur sem þeir áttu að fara með og upplýsingar um hvar þeir ættu að standa. Enda var altalað að Björgvin væri á þessum fundum uppá punt. Hann hefði ekkert að segja en lygarnar og leyndarmálamakkið virkuðu betur ef fulltrúi Samfylkingarinnar stæði þarna líka.

En nú virðist Björgvin vera að átta sig á þessu líka og vonandi er Samfylkingin í heild að átta sig á því að hún hefur verið höfð að fífli. Eða er hún kannske bara að átta sig á því að VG hefur meira fylgi en hún og það bara gangi ekki?

Greining Samfylkingarinnar (a.m.k. sú sem við fáum að vita um) á ástandinu hefur verið kolröng og þar af leiðandi viðbrögð og aðgerðir líka. Hún hefur talið sig vera ómissandi og hangið á þeirri mítu að nú væri gott að hafa jafnaðarmenn í ríkisstjórn. En jafnaðarmenn 

  • sem ekki heyra raddir fólksins
  • sem ekki viðhafa lýðræði og opna stjórnsýslu
  • sem ekki stunda hreinskilni og að segja satt
  • sem láta sér lynda að starfa í skjóli frjálshyggjuklíkunnar sem lagði þjóðfélagið í rúst

er einskis virði. Þessir jafnaðarmenn eru ekki ómissandi og menn snúa sér eitthvað annað. En fyrst og fremst:

Það gengur ekki að þeir sem lögðu hagkerfið í rúst
stjórni viðreisninni.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég held að Samfylkingin sé svo hrædd við ákvarðanir að hún gerir ekki neitt í málunum það er nú þannig í lífinu að vandi fylgir vegsemd hverri og allt sem gert er orkar tvímælis og þá er kannski best að vera í skjóli og kenna öðrum um

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.12.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband