Burt með Árna Matt

Umboðsmanni Alþingis ber "að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga... og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins" (sbr. lög 85/1997).

Ef einhver töggur væri í Alþingi myndi það taka sig til og reka Árna Matt heim með skít og skömm. En bíðum við. Getur Alþingi rekið einstaka ráðherra. Ég er ekki viss um það. Einstakir ráðherrar starfa á ábyrgð ríkisstjórnarinnar eða þess innan ríkisstjórnarinnar sem tilnefndi þá. Árni starfar í umboði og á ábyrgð Geirs H og það eru engar líkur á að hann verði rekinn heim eða að hann segi af sér. Stjórnsýslan á Íslandi er siðblind og gjörspillt. 

Í týpískum Árna Matt stíl er haft eftir honum á visir.is "að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis."  Þetta er sami hrokinn og kom fram í umsögn Árna um niðurstöðu hæfisnefndarinnar. Í stað þess að skammast sín talar hann niður til umboðsmannsins.

Á mbl.is er haft eftir honum að umboðsmaður telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar."

Ekkert í álitinu gefur tilefni til þessarar ályktunar sem sýnir enn og aftur yfirgengilegan hroka þessa manns.

Burt með Árna Matt.


mbl.is Annmarkar á skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband