Góðar fréttir og slæmar

 n679043560_807039_2738.jpg

Góðu fréttirnar eru samþykkt langstærsta flokksfélagsins innan Samfylkingarinnar um að tafarlaust skuli slíta stjórnarsamstarfinu og blása til kosninga eigi síðar en í maí. Nú á eftir að koma í ljós hvort línurnar milli grasrótarinnar og flokksforystunnar séu styttri en milli fólksins í landinu og ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma hefur skyndilega opnast ný leið til að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma.

Slæmu fréttirnar eru þær að á  hverjum deginum sem líður verður ljósara að Geir H ræður ekki við nokkurn skapaðan hlut og hrokinn í honum og hans liði öllu (t.d. Árna Matt) er nánast óskiljanlegur. Hvað hefur hann til að hreykja sér af? Ekki efnahagsstjórn síðustu 10 ára. Hann talar um vinnufrið sem hann hefur ekki unnið fyrir og hótar upplausn sem hann sér ekki að er löngu brostin á.

Útspil Guðlaugs Þórs í heilbrigðismálum  sínir betur en margt annað hversu gjörsamlega blindir og ónæmir ráðherrarnir eru fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Það að varpa þessum tillögum inn í þetta ástand er sannarlega eins og að kasta olíu á eld. Er þetta rétti tíminn til að setja líf óteljandi einstaklinga, heilu vinnustaðanna, í uppnám. Er þetta rétti tíminn til að segja fólki upp, flytja það milli sveitarfélaga, neyða það til að selja húsin sín, færa börn milli skóla og rífa þau úr samhengi við vini sína og umhverfi, skipa fólki á nýja vinnustaði með nýju fólki. Og allt þetta fyrir og miklu meira fyrir ótrúlega lítinn sparnað sem væntanlega reiknast innan skekkjumarka þegar allt er talið. 

Þessir menn hafa sýnt það að þá skortir dómgreind til að sinna starfi sínu. Burt með báða. 


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband