Góđar fréttir og slćmar
22.1.2009 | 00:19
Góđu fréttirnar eru samţykkt langstćrsta flokksfélagsins innan Samfylkingarinnar um ađ tafarlaust skuli slíta stjórnarsamstarfinu og blása til kosninga eigi síđar en í maí. Nú á eftir ađ koma í ljós hvort línurnar milli grasrótarinnar og flokksforystunnar séu styttri en milli fólksins í landinu og ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma hefur skyndilega opnast ný leiđ til ađ mynda stjórn án Sjálfstćđisflokksins til skamms tíma.
Slćmu fréttirnar eru ţćr ađ á hverjum deginum sem líđur verđur ljósara ađ Geir H rćđur ekki viđ nokkurn skapađan hlut og hrokinn í honum og hans liđi öllu (t.d. Árna Matt) er nánast óskiljanlegur. Hvađ hefur hann til ađ hreykja sér af? Ekki efnahagsstjórn síđustu 10 ára. Hann talar um vinnufriđ sem hann hefur ekki unniđ fyrir og hótar upplausn sem hann sér ekki ađ er löngu brostin á.
Útspil Guđlaugs Ţórs í heilbrigđismálum sínir betur en margt annađ hversu gjörsamlega blindir og ónćmir ráđherrarnir eru fyrir ástandinu í ţjóđfélaginu. Ţađ ađ varpa ţessum tillögum inn í ţetta ástand er sannarlega eins og ađ kasta olíu á eld. Er ţetta rétti tíminn til ađ setja líf óteljandi einstaklinga, heilu vinnustađanna, í uppnám. Er ţetta rétti tíminn til ađ segja fólki upp, flytja ţađ milli sveitarfélaga, neyđa ţađ til ađ selja húsin sín, fćra börn milli skóla og rífa ţau úr samhengi viđ vini sína og umhverfi, skipa fólki á nýja vinnustađi međ nýju fólki. Og allt ţetta fyrir og miklu meira fyrir ótrúlega lítinn sparnađ sem vćntanlega reiknast innan skekkjumarka ţegar allt er taliđ.
Ţessir menn hafa sýnt ţađ ađ ţá skortir dómgreind til ađ sinna starfi sínu. Burt međ báđa.
Samţykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Geir Haarde, Samfylkingin | Breytt 3.3.2009 kl. 22:13 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.