Sjúkir stjórnmálaleiðtogar?

n679043560_807039_2738.jpgMín fyrstu viðbrögð við yfirlýsingu Geirs H um veikindi sín í gær voru að sennilega væri þetta bara spuni. Lýgin og leyndarmakkið undanfarna mánuði ásamt nýjum upplýsingum daglega um það svindl og svínarí sem átti sér stað í fjármálaheiminum hefur gert mig svo tortryggin að mér datt í alvöru í hug að kallinn væri að koma sér undan með enn einni barbabrellunni. Það þurfti massíft tiltal félaga og vina til að sannfæra mig um annað.

 Allir hafa verið veikir. Allir vita að starfsgeta þeirra er stórlega skert í veikindum, eftir veikindi og meira að segja í aðdraganda veikinda áður en þeir vissu hvað var á seyði. Og þetta á við tiltölulega saklaus veikindi eins og kvef og gigtarkast. Það þarf enginn að segja mér að einstaklingur sem greinist með alvarlegan sjúkdóm sem getur leitt til mikilla og langvarandi veikinda sé með fulla starfsgetu. Sennilega býr sá hin sami aðeins við brot af eðlilegu þreki.

Báðir leiðtogar stjórnarflokkanna hafa greinst með þannig sjúkdóma. Við vissum fyrir að þeir þjást af alvarlegum dómgreindarskorti varðandi þarfir þjóðarinnar fyrir breytingar, hreinskilni og heiðaleika. Nú bætist við að þá virðist algjörlega skorta dómgreind til að meta áhrif persónulegra áfalla á sig sjálfa og líkamlegt og andlegt atgjörvi sitt. Þeir virðast halda að alvarlega sjúkir eða ekki, þá séu þeir bestir og e.t.v. þeir einu sem geta leitt flokka sína og þjóðin. 

Þegar þetta er skrifað er boltinn enn og aftur hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er að hún hafi umboð formanna flokksfélaganna um allt land en ekki sagt til hvers hún hefur umboð frekar en venjulega. Líklega kemur það  þjóðinni ekki við.  Flokksfélögin í Reykjavík og víðar hafa hinsvegar bæði veitt henni umboð og gert henni skylt að setjast niður með fleirum en formanni Sjálfstæðisflokksins með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum frá.

Það er mikill og alvarlegur misskilningur Ingibjörg Sólrún að þær þúsundir manna sem mótmæltu um allt land í dag tali ekki fyrir þjóðina. Lestu bara skoðanakannanir þar að lútandi.


mbl.is Mikill fjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband