Virðingarvert en......
25.1.2009 | 12:05
Jísúskræst hvað stjórnmálamenn geta verið grunnir. Sennilega halda menn að nú dugi að fórna Björgvin. Sennilega hefði nægt að fórna honum ásamt Árna Matt fyrir þremur mánuðum síðan. Ekki fyrir það að í mínum huga hefur höfuðpaurinn Geir H alltaf verið efstur á blaði. E.t.v. hleypur Sjálfstæðisflokkurinn til eftir hádegið og fórnar Árna Matt og Davíð.
En eftir allt sem á undan er gengið eru aðrar og meiri kröfur uppi í samfélaginu. Það hefur orðið algjör trúnaðarbrestur milli þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar. Og meira en það því trúnaðarbresturinn hefur færst yfir á alla stjórnmálamenn. Það er afleit og stjórnarfarslega hættuleg staða og þess vegna dugar ekkert hálfkák núna.
Í vikunni sem leið kom fram eindregin krafa grasrótar Samfylkingarinnar um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Allt annað verður talið til undanbragða. Um allt þjóðfélagið hljómar krafan um stjórnlagþing til að taka völdin af Alþingi og stjórnmálamönnunum sem þar sitja og munu væntanlega sitja eftir kosningar. Á stjórnlagaþingi á að endurskrifa stjórnarskránna ekki síst með það í huga að setja stjórnmálamönnum skorður og beina valdinu í auknum mæli til fólksins.
Ingibjörg stóð sig ágætlega sem borgarstjóri í góðæri. Við lok setu sinnar sýndi hún hinsvegar algjöran skort á pólitísku innsæi. Það sama hefur sýnt sig eftir strandið í október.
Því miður!
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún | Breytt 3.3.2009 kl. 22:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.