Verkstjórn og langlundargeð

n679043560_807039_2738_edited-1.jpgIngibjörg Sólrún var sigurvegari gærdagsins. Hún kom til leiks þennan dag fullviss um hvað hún þyrfti að gera, - hvað hún vildi gera. Það geislaði af henni sjálfstraustið. Það var eins og hún hefði frelsast, eins og að þungu oki hefði verið létt af henni við að taka þá ákvörðun sem fyrir lá að þyrfti að taka.

Það getur verið upplýsandi að spá í líkamstjáningu (bodylanguage) manna. Líkamstjáning Ingibjargar virtist breytast ótrúlega mikið frá því henni brá fyrir í sjónvarpi á sunnudagskvöld þar til hún mætti til þingflokksfundar á mánudagsmorgni. Þegar komið var fram á eftirmiðdaginn talaði hún hiklaust um hroka og auðmýkt, um langlundargeð og upplausn í fari manna og flokka.  Hún gerði skýra grein fyrir ástæðunum fyrir falli ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum fumlaust og af sannfæringu.

Svipað átti við um fleiri þingmenn Samfylkingarinnar. T.d. var Árni Páll mjög beinskeyttur og ákveðinn og Ágúst Ólafur var einlægur og hreinskilinn að vanda. 

Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áttu framan af í erfiðleikum með að átta sig og finna gildar ástæður fyrir sig og kjósendur sína. Þeir reyndu stjórnleysið í Samfylkingunni og Guðl. Þór reyndi að nota langlundargeðið sem Ingibjörg hafði notað fyrr um daginn. Hjá honum varð það aðeins hjáróma nöldur og ráðleysið var yfirgnæfandi.

Verst urðu þeir úti sem ekki gátu dulið pirring sinn vegna þess að Samfylkingarfólkið kallaði formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra verkstjóra.  Það trompaði virðingarleysið fyrir valdstjórn Sjálfstæðisflokksins, - að þeirra mati.

Samfylkingin og einkum Ingibjörg Sólrún áttu daginn.

Til hamingju með það.


mbl.is Ekki tími fyrir málfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband