Ísland úr NATO
3.3.2009 | 10:57
Eitt af því marga sem þarf að endurskoða eftir 18 ára valdatímabil Sjálfstæðisflokksins er þessi loftrýmiseftirlitssamningur. Það er í raun dálítið magnað að Ingibjörg Sólrún skuli ekki hafa gert það á þeim tveimur árum sem hún hefur setið í utanríkisráðuneytinu.
Til að byrja með má gera grein fyrir forsendum samninganna. Með hverju eru menn að hafa eftirlit og hvaða hætta steðjar að okkur sem eftirlitið á að upplýsa um? Mér finnst alveg koma til greina að segja sig frá öllu þessu hernaðarbrölti sem er undirrót meirihluta allra vandræða í heiminum.
„Þessa leiki þarna suðurfrá“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Sem talað úr mínum túlla.
hilmar jónsson, 3.3.2009 kl. 10:59
Skammsýn hugsun birtist í þessum bloggpistli. Hvaða hætta steðjar að Skandinavíu, af hverju eru loftherir þeirra landa með sitt eftirlit? Af hverju sækjast Eistland, Lettland og Litháen eftir því að fá ratsjár frá NATO? Eigum við að fella niður hernaðarlega ratsjáreftirlitið? Þá mundi Atlantshafsbandalagð finna þeim ratsjám annan stað en hér (NATO á ratsjárnar rándýru, þær fullkomnustu sem til eru). Afleiðingin yrði eftirlitsleysi, sem pistishöfundur hér og Hilmar Jónsson virðast telja svo ágætt. En hver er ykkar ávinningur af því, herrar mínir? Hugleiðið það betur.
Svo hlytist annað líka af flutningi ratsjánna héðan. Borgaralega flugið fengi þá ekki lengur merki frá þessum fjórum ratsjárstöðvum. Afleiðingin yrði sú, að við myndum missa til annarra landa umsjón þá, sem við höfum haft með flugumferðarstjórnarsvæðinu mikla á Norður-Atlantshafi. Starf fjölda flugumferðarstjóra myndi þá leggjast af og Ísland verða af a.m.k. þriggja milljarða króna árstekjum.
Lofthelgiseftirlitið kostar okkur hins vegar EKKI NEITT, Frakkar og Danir bera margfalt meiri kostnað af því en við lögðum fram, og þar að auki kaupa þeir hér afar mikla olíu með virðisaukaskatti og eyða meira til viðbótar, þannig að þar er okkar framlag toppað eða öllu heldur komið til baka, en samt meta Frakkar þetta æfingatækifæri afar mikils og voru hér með sínar frábæru Mirage-þotur til eftirlitsins, og þið óherfróðir hyggið, að það hafi verið út af ekki neinu eða bara til að "vera með hernaðarbröllt"!
Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.