Kvenskörungur dregur sig í hlé
9.3.2009 | 11:22
Í hartnær 30 ár hefur Ingibjörg Sólrún verið hreyfiafl í íslenskum stjórnmálum. Ég hef átt þess kost að starfa með henni, þótt í litlu væri, og dáðist af þeim mannkostum sem hún lagði með sér. Það dylst engum að þarna fer vel gáfuð og skarpgreind kona. Það var hrein unun að fylgjast með henni og stöllum hennar í Kvennaframboði og Kvennalista. Endurteknir sigrar á íhaldinu í Reykjavík og afar farsæll ferill hennar í Borgarstjórn segja líka sína sögu. Hennar þáttur í stofnun Samfylkingarinnar og hennar störf þar verða seint ofmetin.
Sumir munu helst vilja tala um síðustu viku Ingibjargar Sólrúnar í stjórnmálum (að sinni) og stöðuna í Samfylkingunni eftir hana. Það er að mínu mati engan vegin sanngjarnt og nær að rifja upp stjörnuleik hennar dagana 25. og 26. janúar þegar Geir H var settur af. Þar var hún í essinu sínu, eins og ég skrifaði um hér, þótt hún gengi líkamlega ekki heil til skógar og þannig vil ég muna eftir henni. Og hvað sem öðru líður þá er hún auðvitað einn af mikilhæfustu stjórnmálaleiðtogum síðustu ára.
Gangi þér allt í haginn Ingibjörg Sólrún. Gaman að hafa verið samferða þér.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Kreppan | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.