Alþingi rúið trausti

Í síðustu færslu kenndi ég skorti á trúnaðartrausti milli þings, þingmanna og þjóðar um dræma þátttöku í prófkjörum síðustu helgar. Í þjóðarpúlsi Gallups frá 3.3.2009 kemur fram að einungis 13% Íslendinga bera mikið trausts til Alþingis. Þetta má væntanlega færa rakleitt ýir á þingmenn sem heild og þetta þurfa þeir að taka þetta alvarlega, -  grafalvarlega. Þeir sem tala um virðingu þingsins og meina etv virðingu sem bera skal til þingmanna ættu að fara í meðferð.

Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins  í Norðurlandi Eystra, Tryggvi Þór, á sér skrítinn feril  síðustu misserin. Háskólaprófessor, forstjóri fjárfestingarbanka, sérstakur ráðgjafi forsætisráðherra og frambjóðandi til Alþingis. Hann er einn af þeim sem notar smjörklípur eins og þá að hann ætli ekki að segja frá því hvað varð til þess að uppúr slitnaði með honum og Geir H "að sinni." Það er fjallað um feril Tryggva á þessari síðu.

Sjálfstæðisflokkurinn er a.m.k. sjálfum sér samkvæmur. Velur í búntum menn sem eiga trúlega eftir að sæta rannsókn. Þar á bæ er traust ekki hátt skrifað.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband