Sverð og skjöldur Sjálfstæðisflokksins?

tryggvi-thor-herbertsson-frett.jpgUm miðjan apríl 2007 hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund. Geir H hélt um klukkutíma ræðu sem í ljósi sögunnar inniheldur líklega fleiri öfugmæli en nokkurt annað plagg í seinni tíð. Geir er hrokinn uppmálaður, grobbar sig af verkum sem voru ekkert annað en efnahagsleg hryðjuverk, gerir grín að þeim sem þorðu að benda á klæðaleysi foringjans og lofar meiru af sama.

 Lítum á sundurlausar glefsur úr ræðunni sem er hér í heild sinni:

  • Þau viðfangsefni sem við glímum nú við í efnahagsstjórninni hér á landi þættu flestum öðrum ríkjum öfundsverð ...
  • Frelsi var leiðarljós þeirra breytinga sem innleiddar voru á tíunda áratugnum undir forystu okkar flokks... Það hefur gefið þá góðu raun sem við vissum fyrir...
  • ... ef mesta framfaraskeið hagsögunnar endurspeglar mistök í hagstjórn, skulum við sjálfstæðismenn fúslega gangast við þeim...
  • Atvinnulífinu tryggjum við öruggt rekstrarumhverfi með því að setja því ramma sem hæfir í frjálsu markaðshagkerfi og með skýrum leikreglum sem allir verða að hlíta...

Á þessum tíma höfðu mikilsmetnir innlendir og erlendir hagfræðingar margbent á að þetta "efnahagskerfi" Sjálfstæðisflokksins gæti ekki staðist, Það var m.a bent á að að áhættan sem fylgdi því væri allt of mikil fyrir þjóðina og að þetta gæti ekki staðist til lengdar alveg óháð því sem var að gerast annarsstaðar. Matsfyrirtæki höfðu hækkað lánaálag á bankana og lækkað lánastuðul banka og þjóðar, greiningardeildir erlendra banka höfðu notað háttstemmt orðalag til viðvörunar ofl ofl.  Nánast allir nema Tryggvi Þór sem stóð dyggilega vörð um óhefta frjálshyggju og sparaði ekki orðin (ásamt meðreinahöfundum) í garð þeirra sem leyfðu sér að hafa uppi varnaðarorð. 

  Þar sem Geir H hefur ekki gengist við neinu telur hann væntanlega að engin mistök hafi átt sér stað.  Vilja Íslendingar virkilega meira af hinu sama?


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband