Sérhagsmunir Sjálfstæðisflokksins
6.4.2009 | 21:00
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áttað sig á því að hann er í málþófi. Og málþófið beinist gegn því að valdinu sé skipað í samræmi við óskir fólksins í landinu. Flokkurinn virðist ekki gera sér grein fyrir að allt vald býr með fólkinu og fólkið getur hagað framsali þess eins og því hentar best á hverjum tíma. Og nú hentar fólkinu best að taka valdið til að semja og/eða gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins frá Alþingi og færa það til stjórnlagaþings. Af hverju skyldi það nú vera?
- Gæti það verið vegna reynslunnar af því hvernig Alþingi hefur gengið að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni?
- Gæti það verið vegna þess að það sé algjörlega út í hött af grundvallar ástæðum að Alþingi ávarði sjálft hvernig valdi þess sé háttað?
- Gæti það verið vegna þess að breytingar á stjórnarskrá séu svo mikilvægar að það beri að fela það samkomu (stjórnlagaþingi) sem er sérstaklega til þess kosin og til einskis annars?
- Gæti það verið vegna þess að þjóðin vill freista þess að losa sig úr málþófi eins og Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir á Alþingi þessa dagana?
Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sjálfstæðisflokkurinn | Facebook
Athugasemdir
Ég er algerlega ósammála þér.
Þessi umræða er mikilvæg áminning um að valdinu sé skipað í samræmi við óskir fólksins í landinu og að valdið býr með fólkinu.
Nú er farið með ófriði gegn stjórnarskrá Íslendinga og gert er lítið úr mikilvægi samstöðu og frið um stjórnskipan þjóðarinnar.
Af hverju í ósköpunum reyna menn ekki að ná samstöðu og sátt um stjórnarskrána.
Það er ekki boðlegt að keyra breytingar á stjórnskipunarlögum í gegnum Alþingi með þessu offorsi. Afhverju gefa menn sér ekki þann tíma sem þarf. Því þarf að keyra þetta svona í gegn klukkutíma fyrir kosningar.
Stjórnarskráin á að vera hafin yfir dægurþras stjórnmálanna. Stjórnarskráin er okkar allra. Hún á að vera tákn um samstöðu þjóðarinnar.
G.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.