Sorugur Sjálfstæðisflokkur
10.4.2009 | 12:40
Sumir halda kannske að samtvinning auðvalds og stjórnmála í Sjálfstæðisflokknum sé nýtt fyrirbrigði. En það er ekki og áður náði hún hámarki á fyrrihluta síðustu aldar þegar Ólafur Thors gegndi starfi forsætisráðherra, bankaráðsmanns í Landsbankanum, forstjórastarfi í Kveldúlfi og formennsku í Sjálfstæðisflokknum, allt á sama tíma. Á fyrsta áratug þessarar aldar náði þessi samtvinning aftur hámarki þegar Sjálfstæðisflokkurinn bankavæddi samfélagið með aðstoð auðvaldsins og þegar bankarnir síðan eikavæddu samfélagið með aðstoð Sjálfstæðisflokksins. Þá var D-flokkurinn orðinn ómerkilegt peð á skákborði bankanna og fór aðeins með stjórnmálin í umboði þeirra.
Í þessu sérhagsmuna fyrirkomulagi taldi mikill fjöldi manna sér trú um að hag þeirra væri best komið undir pilsfaldi flokksins og að það gæti verið stórhættulegt fyrir þá að hafa sjálfstæða skoðun. Sennilega höfðu þeir rétt fyrir sér. Mörgum fannst þó lyktin vond þegar Reykjavíkurdeild flokksins gerði hvað eftir annað á sig svo um munaði og margur óbreyttur d-liðinn tapaði stórfé í kollsteypunni miklu. Þegar flokkurinn var svo "settur af" í janúar s.l. og stoðunum þar með kippt undan valdastoðunum þá fóru menn í alvöru að hugsa sinn gang.
Eftir nýjustu uppákomuna er svo ljóst að flokkurinn er að hrynja, - innanfrá. Hver á fætur öðrum verða menn nú tvísaga, muna ekki og benda á næsta mann. Það er ótvírætt merki um að menn séu að ljúga þegar þeir svara ekki því sem spurt er um heldur einhverri spurningu sem ekki var orðuð við þá. Þannig hafa þeir svarað Guðlaugur Þ, Kjartan G o.fl.
Og það er brostinn flótti í liðið. Margir hafa nú þegar lýst hneykslun sinni á vinnubrögðum flokksins og margir eiga eftir að tjá sig bæði um síðustu uppákomu og annað. Óbreyttum þingmönnum þykir erfitt að sitja undir ámæli um spillingu og margir sem orðið hafa undir í gegnum árin munu upplýsa um soruga gerninga. Og það er nú það.
Það þarf að upplýsa alla atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sjálfstæðisflokkurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.