Reykásar og rökfærslur
12.6.2009 | 12:54
Guðni Th. segir frá því í Hruninu (bls. 144) að nokkrir starfsmenn FME hafi þegið rauðvín í áramótagjöf frá Kaupþingi og talið að það hefði verið ofurviðkvæmni að þiggja ekki þessar saklausu gjafir sem hefðu verið innan eðlilegra marka og þær gætu ekki flokkast sem mútur. Ekki kemur fram hvort hver stafsmaður þáði eina flösku eða kannske einn kassa enda skiptir það ekki máli. Svona var kúltúrinn hjá FME.
Valtýr Sig sér ekki að hann geti verið vanhæfur þótt sonur hans sé forstjóri eins þeirra félaga sem mun koma oft og mikið við sögu við rannsókn bankanna. Þegar fréttamaður spyr hann hvort það muni ekki koma til hans kasta að ákvarða hvað skuli gera við mál sem verður vísað til embættis hans frá t.d. FME og varðar Kaupþing eða fyrirtæki sonarins, þá vefst honum tunga um tönn.
Ættbogi Ragnars Reykáss er æði fjölmennur og áhrifamikill og teygir arma sína um allt íslenska þjóðfélagið. Nú um stundir einbeita þeir sér mjög í umræðum um Icesavemál og svo í árásum á Sigríði nokkra Benediktsdóttur. Konan sú situr í Rannsóknarnefnd Alþingis og hefur, að mati Reykásanna sem m.a. stjórnuðu rauðvínsklúbbi FME, unnið sér til vanhæfis að segja í almennum orðum frá framvindu mála á Íslandi í viðtali við skólablað í BNA. Ég las greinina og sýndist aðeins sagt frá málum sem eru á allra vitorði.
Marbara marbara áttar sig ekkáessu!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Hreingerningar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.