Ingólfstorg: Ég mótmæli

Kvosin 1902Í raun er það nokkuð merkilegt og talsvert mikil tilviljun að þetta torg skuli vera til. Allstórt torg í miðjum miðbæ Reykjavíkur sem er umlukið um 100 ára gömlum húsum á þrjá vegu. Mér telst til að elsta húsið sé frá 1881 og það yngsta frá 1920. Þá er ekki tekið tillit til seinnitíma breytinga og viðbóta. Ein tilviljunin er að ekki skúli hafa verið byggt á suðurhluta torgsins eftir að Hótel Ísland brann 1944, en hótelið stóð þar sem lengi var kallað Hallærisplan. Á norðurhluta torgsins ver rekin leigubílastöð, Bifreiðastöð Steindórs, allt þar til Ingólfstorg var formlega opnað 1993.

Torgið stóð einnig að mestu af sér  "stórhuga" skipulagsbreytingar og uppbyggingu í miðbænum um 1930 og aftur á 7. áratug síðustu aldar. Á fyrra tímabilinu var t.d. elsti hluti Landsímahússins byggður, Hótel Borg, Nathan og Olsen húsið (Reykjavíkur Apótek) og húsið sem Café Paris er í. Á síðara tímabilinu var m.a byggt við Landssímahúsið og byggðar neðstu 2 hæðirnar á Miðbæjarmarkaðnum (Aðalstræti 9). Moggahúsið var byggt 1955 eftir skipulagi sem gerði ráðfyrir að farið yrði með stóra jarþýtu á Grjótaþorp og Suðurgötu og að lagt yrði breiðstræti sunnan Landssímahússins, norðan Alþingishússins og Dómkirkjunnar og upp Amtmansstíg. Hús Iðnaðarmanna við Hallveigarstíg var byggt eftir sama skipulagi.

Vi� F�lkah�si�Ingólfstorg hefur þá sérstöðu að út úr því opnast margar götur og að gömlu húsin ná inní allar þessar götur. Meðal þeirra húsa sem við upplifum frá torginu er t.d. elsta hús Reykjavíkur frá 1770. Margir þekkja erlendis frá þá tilfinningu að vera á gömlu torgi með spennandi götur í allar áttir. Frá Ingólfstorgi er aðeins steinsnar uppí Grjóraþorp, útí Hlaðvarpa og Gróf og inná Austurvöll. Margt af því sem okkur er kærast í Borginni er líka í næsta nágernni. Landnámssýningin, Alþingishúsið og Dómkirkjan, Tjörnin og Tjarnarbakkarnir. Ég er þess full viss að í náinni framtíð munum við gera torgið upp og bæta það. Þangað til a.m.k. megum við ekki missa einn einast fercentimeter af því. 

 Eftirfarandi tölvupóst sendi ég skipulagsyfirvöldum 7. september s.l:

Ég leyfi mér hér með að mótmæla í heild tillögu sem merkt er Vallarstræti, breyting á deiliskipulagi, síðast breytt 26. maí 2009. Í sjónrænu samhengi er útirýmið sameign allra vegfarenda. Það er opinbert rými sem varðar bæði þá sem eiga lögvarðra hagsmuna að gæta, t.d. vegna nýtingar á eða verndunar eigna, og þá sem nota rýmið til útivistar eða eiga þar leið um. Borgaryfirvöld á hverjum tíma viðurkenna þetta í reynd með því að verja hundruðum milljóna árlega í fegrun og viðhald á þessu rými.

1. Ég mótmæli því að Borgarland sé á þennan máta afhent framkvæmdaraðila. Land er takmörkuð auðlind og miðborgarland ætti aldrei að afhenda þriðja aðila nema víðtæk samstaða sé um að mikilsverð verðmæti komi á móti. Um það er ekki að ræða í þessu tilviki heldur eru framkvæmdaraðila látin eftir mikil umhverfisverðmæti að auki.

2. Ég mótmæli því hvernig sjónræn tengsl til húsanna við Aðalstræti 10 og 12 eru rofin og húsin, einkum Aðalstræti 10, í reynd færð út af Ingólfstorgi.

3. Ég mótmæli því hvernig Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 eru færð inn á Ingólfstorg eins og það er í dag.

4. Ég mótmæli því hvernig Vallarstræti er framlengt og gert að sólarlausu skuggasundi meira og minna til einkaafnota fyrir framkvæmdaraðilann. Um leið verður tengingin við Víkurtorg að mestu leyti marklaus.

5. Ég mótmæli hæð og umfangi þeirra húsa sem áætlað er að byggja sunnan við Ingólfstorg samkvæmt tillögunni.

6. Ég mótmæli stóraukinni skuggamyndun á Ingólfstorgi sem rýrir gildi þess til útivistar verulega.

7. Ég mótmæli því hvernig fyrirhugað er að minnka Ingólfstorg.

8. Ég mótmæli því hvernig fyrirhugað er að byggja fimm hæða hús strax aftan við Thorvaldsenstræti 2.

9. Ég mótmæli greinargerðinni á blaði nr. 1 sem að miklu leyti er innihaldslaust gaspur í þessu samhengi.

Ég get þó tekið undir ýmislegt af því sem ýjað er að í gr. 3 í greinargerðinni og sem kemur fram í tillögum að breyttu deiliskipulagi fyrir Ingólfastorg og er að því ég best veit óskylt tillögunni að skipulagi við Vallarstræti. Það er hins vegar dálítið öfugsnúið og ótrúverðugt ef Borgaryfirvöld gera sér grein fyrir að æskilegt sé að styrkja torgið til útivistar og samkomuhalds annar vegar en byrja á því að rýra stórlega þessi sömu gæði hins vegar.

Virðingarfyllst,

Guðlaugur Gauti Jónsson

 

Hér eru mjög fínar myndir Sturlu Snorrasonar frá Ingólfstogi og víðar


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband