Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Blöndalslög
22.9.2010 | 01:50
Atvinnubílsjóri fékk sér duglega i staupinu, settist uppí vel merktan leigubíl sinn og ók af stað. Ekki leið á löngu þar til fótgangandi kona varð á vegi hans. Hún veifaði og vildi greinilega að hann stöðvaði bílinn. Kallinn (atvinnubílsjórinn) stöðvaði bílinn og þegar konan var kominn í aftursætið og búin að nefna heimilisfang setti hann gjaldmælinn á og ók af stað. Eftir skamma stund keyrði kallinn á vegg og olli konunni óbætanlegu tjóni en slapp sjálfur ómeiddur.
Kallinn var fullur, konan vissi ekki af því og gjaldmælirinn sýndi kr. 1750.
Samkvæmt Blöndalslögum myndi örkumluð konan verða þvinguð til að greiða bílstjóranum upphæðina sem gjaldmælirinn sýndi, með vöxtum og vaxtavöxtum, en kallinn gæti hafið akstur eins og ekkert hefði í skorist strax og konan hefði greitt fyrir viðgerð bílsins.
Ráðherrar báru ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)