Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015
Eru lög brotin á Alþingi Íslendinga?
16.12.2015 | 15:14
Fundir Alþingis eru með nokkrum ólíkindum, ekki síst þegar rædd eru fjálög fyrir árið 2016 þessa dagana en ekki bara þá.
Alþingi starfa eftir starfsáætlun sem samþykkt er af forsætisnefnd þingsins, en hún starfar með forseta að skipulagi þingstarfa þó forseti beri ábyrgð á og hafi æðsta vald um störf þingsins. Engin slík starfsáætlun er í gildi.
Umræður fram á þeim tíma sólarhrings að ætla má að mikill hluti þjóðarinnar geti ekki fylgst með þeim. Jafnframt gera samfelldar umræður í 12 tíma og meira venjulegu fólki erfitt fyrir. Þetta minnir á það háttarlag ýmissa ríksisstjórna í BNA að gera þeim sem kjósa "rangan" flokk erfitt að nýta atkvæði sitt.
Margir halda því fram að reglur um hvíldartíma séu þverbrotnar í þessum umræðum á Alþingi Íslendinga.
Staða þingforseta verulega skrítin. Hann/hún situr eins og tréhestur eða nátttröll í stól sínum og neitar að svara spurningum þingmanna um væntanlega framvindu þingstarfa. Hann/hún viðist telja sig vera húsbóndónda og að almennir þingmenn séu hjú hans í anda vistarbanda. Þeim komi alls ekkert við hvað hann hefur í hyggju um stjórn þingsins.
Það er í raun stórfurðulegt að þingmenn láti bjóða sér þessar aðstæður. Þótt forseti brjóti lög á þeim allan sólarhringinn koma þeir í penir í pontu allir í röð til að flytja sínar ræður á einni mínútu eða tveimur og stundum á tíu. Þeir tala af prúðmennsku og undirgefni til forsetans og láta sér ekki detta í hug að malda í móinn, nema Birgittu Jónsdóttur sem blöskraði framkoma forsetans eitt augnablik á 54. fundi þingsins aðfaranótt þriðjudagsins 15. desember.
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151215T012921
Enn rætt um fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)