Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023

ER RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS AÐ STUÐLA AÐ LÖGBROTUM?

Á Alþingi er tekist á um lagafrumvarp um útlendinga þar sem hluti þingmanna heldur því fram að í frumvarpinu felist alvarleg lagabrot og brot á alþjóðlegum sáttmálum og samþykktum ásamt STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS. Þingmenn Pírata eru svo vissir um að frumvarpið stuðli að slíkum brotum að þeir eru reiðubúnir til að beita öllum aðferðum sem þingsköp leyfa og meðan þeim brestur ekki örendi, til að fá úr því skorið af óháðum aðilum hvort svo sé áður en frumvarpið verður afgreitt. Allir umsagnaraðilar um frumvarpið, nema dómsmálaráðherra sem er flutningsmaður þess, eru sammála Pírötum. Margir þingmenn annarra flokka eru sammála Pírötum en telja ekki að það taki því eða nenna ekki að beita sér að fullu gegn frumvarpinu.

Samkvæmt íslenskum lögum er refsivert að liðsinna við, hvetja til eða á annan hátt að stuðla að lagabrotum og við brotum liggja þungar refsingar, jafnvel fangelsi. Mér er ekki ljóst hvort þetta gildir um Alþingismenn við lagasetningu en hitt liggur fyrir, að stjórnarflokkarnir geta hvenær sem þeim sýnist kallað frumvarpið inn í viðkomandi nefnd og látið framkvæma mat á því hvort í því felist STJÓRNARSKRÁRBROT eða brot á öðrum lögum og sáttmálum. Ef svo er ekki er málinu lokið og Alþingi getur snúið sér að öðrum málum.

Þetta viðist vera svo einfalt að maður skilur ekki alveg hvers vegna það er ekki gert. Hvað er verið að verja og hvaða hrossakaup liggja að baki?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband