Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023
Þjóðfélagsbreytingar 101
16.8.2023 | 13:41
Ríkisstjórnin, með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi, er með aðgerðum sínum í málefnum flóttafólks að búa til nýja og stórhættulega þjóðfélagsgerð á Íslandi.
Nú þegar eru komnir meira en 50 einstaklingar á götuna sem hafa engin úrræði til að sjá fyrir sér á löglegan hátt. Mér skilst að staðan í flóttamannamálum sé sú að búast megi við nokkrum tugum eða jafnvel hundruðum til viðbótar á næstu mánuðum. Amk sumir þeirra geta ekki einu sinnu flutt úr landi því þeir hafa að sögn engin eða fölsuð persónuskilríki. Þetta fólk er neytt til að leita sér lífsviðurværis með svartri vinnu en alls staðar virðast vera til hópar manna sem nota sér ömurlega aðstöðu þess í ábataskyni. Þar myndast neðanjarða hagkerfi sem oft byggist á innbrotum og þjófnaði, mannsali, ofbeldi, eiturlyfjum og betli. Hóparnir koma sér síðan upp eigin öryggissveitum til að verja sig fyrir þeim sem hafa orðið fyrir tjóni og reyna að malda í móinn og til að verja áhrifasvæði sín. Þá fer að styttast í að til verði svæði sem almenningur þorir ekki að fara inn á og vill ekki búa í nágrenni við.
Er það þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn sá fyrir þegar hann vopnvæddi lögreglusveitir sem ekki vilja vopnvæðast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)