Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þjóðfélagsbreytingar 101
16.8.2023 | 13:41
Ríkisstjórnin, með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi, er með aðgerðum sínum í málefnum flóttafólks að búa til nýja og stórhættulega þjóðfélagsgerð á Íslandi.
Nú þegar eru komnir meira en 50 einstaklingar á götuna sem hafa engin úrræði til að sjá fyrir sér á löglegan hátt. Mér skilst að staðan í flóttamannamálum sé sú að búast megi við nokkrum tugum eða jafnvel hundruðum til viðbótar á næstu mánuðum. Amk sumir þeirra geta ekki einu sinnu flutt úr landi því þeir hafa að sögn engin eða fölsuð persónuskilríki. Þetta fólk er neytt til að leita sér lífsviðurværis með svartri vinnu en alls staðar virðast vera til hópar manna sem nota sér ömurlega aðstöðu þess í ábataskyni. Þar myndast neðanjarða hagkerfi sem oft byggist á innbrotum og þjófnaði, mannsali, ofbeldi, eiturlyfjum og betli. Hóparnir koma sér síðan upp eigin öryggissveitum til að verja sig fyrir þeim sem hafa orðið fyrir tjóni og reyna að malda í móinn og til að verja áhrifasvæði sín. Þá fer að styttast í að til verði svæði sem almenningur þorir ekki að fara inn á og vill ekki búa í nágrenni við.
Er það þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn sá fyrir þegar hann vopnvæddi lögreglusveitir sem ekki vilja vopnvæðast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ER RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS AÐ STUÐLA AÐ LÖGBROTUM?
7.2.2023 | 15:01
Á Alþingi er tekist á um lagafrumvarp um útlendinga þar sem hluti þingmanna heldur því fram að í frumvarpinu felist alvarleg lagabrot og brot á alþjóðlegum sáttmálum og samþykktum ásamt STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS. Þingmenn Pírata eru svo vissir um að frumvarpið stuðli að slíkum brotum að þeir eru reiðubúnir til að beita öllum aðferðum sem þingsköp leyfa og meðan þeim brestur ekki örendi, til að fá úr því skorið af óháðum aðilum hvort svo sé áður en frumvarpið verður afgreitt. Allir umsagnaraðilar um frumvarpið, nema dómsmálaráðherra sem er flutningsmaður þess, eru sammála Pírötum. Margir þingmenn annarra flokka eru sammála Pírötum en telja ekki að það taki því eða nenna ekki að beita sér að fullu gegn frumvarpinu.
Samkvæmt íslenskum lögum er refsivert að liðsinna við, hvetja til eða á annan hátt að stuðla að lagabrotum og við brotum liggja þungar refsingar, jafnvel fangelsi. Mér er ekki ljóst hvort þetta gildir um Alþingismenn við lagasetningu en hitt liggur fyrir, að stjórnarflokkarnir geta hvenær sem þeim sýnist kallað frumvarpið inn í viðkomandi nefnd og látið framkvæma mat á því hvort í því felist STJÓRNARSKRÁRBROT eða brot á öðrum lögum og sáttmálum. Ef svo er ekki er málinu lokið og Alþingi getur snúið sér að öðrum málum.
Þetta viðist vera svo einfalt að maður skilur ekki alveg hvers vegna það er ekki gert. Hvað er verið að verja og hvaða hrossakaup liggja að baki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook
Eru lög brotin á Alþingi Íslendinga?
16.12.2015 | 15:14
Fundir Alþingis eru með nokkrum ólíkindum, ekki síst þegar rædd eru fjálög fyrir árið 2016 þessa dagana en ekki bara þá.
Alþingi starfa eftir starfsáætlun sem samþykkt er af forsætisnefnd þingsins, en hún starfar með forseta að skipulagi þingstarfa þó forseti beri ábyrgð á og hafi æðsta vald um störf þingsins. Engin slík starfsáætlun er í gildi.
Umræður fram á þeim tíma sólarhrings að ætla má að mikill hluti þjóðarinnar geti ekki fylgst með þeim. Jafnframt gera samfelldar umræður í 12 tíma og meira venjulegu fólki erfitt fyrir. Þetta minnir á það háttarlag ýmissa ríksisstjórna í BNA að gera þeim sem kjósa "rangan" flokk erfitt að nýta atkvæði sitt.
Margir halda því fram að reglur um hvíldartíma séu þverbrotnar í þessum umræðum á Alþingi Íslendinga.
Staða þingforseta verulega skrítin. Hann/hún situr eins og tréhestur eða nátttröll í stól sínum og neitar að svara spurningum þingmanna um væntanlega framvindu þingstarfa. Hann/hún viðist telja sig vera húsbóndónda og að almennir þingmenn séu hjú hans í anda vistarbanda. Þeim komi alls ekkert við hvað hann hefur í hyggju um stjórn þingsins.
Það er í raun stórfurðulegt að þingmenn láti bjóða sér þessar aðstæður. Þótt forseti brjóti lög á þeim allan sólarhringinn koma þeir í penir í pontu allir í röð til að flytja sínar ræður á einni mínútu eða tveimur og stundum á tíu. Þeir tala af prúðmennsku og undirgefni til forsetans og láta sér ekki detta í hug að malda í móinn, nema Birgittu Jónsdóttur sem blöskraði framkoma forsetans eitt augnablik á 54. fundi þingsins aðfaranótt þriðjudagsins 15. desember.
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151215T012921
Enn rætt um fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er galið að byggja NLSH við Hringbraut
4.4.2015 | 14:11
Það var fyrirsjáanlegt að fyrr eða síðar fælust rökin fyrir staðsetningu nýs Landspítala við Hringbraut nánast eingöngu í því að það væri búið að fjárfesta svo mikið í verkefninu. Allt frá byrjun, þegar staðsetningarskýrslan kom út 2002, hefur verið bent á með skynsamlegu rökum að staðsetningin væri kolröng. En það var ekki hlustað. Allan tímann og einkum eftir að tillaga að deiliskipulagi var kynnt 2011 hefur gagnrýnisröddum fjölgað.
Það er galin hugmynd að ætla sér að byggja stærstu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar inni í fíngerðum og fullbyggðum íbúðahverfum. Sama má segja um að ætla að gera það í bullandi ágreiningi við borgarbúa og reyndar íbúa alls landsins. Það þarf að ríkja þokkaleg sátt í samfélaginu öllu. Skoðanakannanir haf sýnt að yfir 80% almennings er á móti þessu og nýlega var skýrt frá því að mikill meirihluti lækna er á móti þessu. Það er ekki nóg að Alþingismenn og borgaryfirvöld komi sér saman um þetta.
Þetta er mögum sinnum stærri framkvæmd en t.d. Smáralind, Kringlan eða Keflavíkurflugstöðin. Einu framkvæmdirnar sem hægt er að bera kostnaðinn saman við eru stærstu virkjunar- gangnaframkvæmdir og ekkert af þessu hefur verið byggt sem opinber framkvæmd nema flugstöðin.
Það er engin tilviljun að það gengur svo illa sem raun ber vitni að koma verkinu af stað!
Nýr Landspítali í Efstaleiti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seimóld seimóld?
27.4.2013 | 11:39
En Hrunflokkarnir bjóða pening. Það er erfitt að keppa við það. Sigmundur Davíð hefur komið auga á vonarpening sem lagður var grunnur að með lögum á Alþingi 2012 og hann studdi ekki þá. Vonarpeninginn ætlar hann t.d.
1. ekki að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem nýtist öllum strax í sterkara gengi, lægra vöruverði, minni verðbólgu, lægri vöxtum og lægri afborgunum. Til lengri tíma nýtist það unga fólkinu sem sannanleg átti ekki sök á Hruninu en situr uppi með skuldirnar nema við borgum þær,
2. ekki til að bæta menntakerfið sem nýtist fyrst skólafólkinu sjálfu en síðan allri þjóðinni með betri menntun,
3. ekki til að byggja upp heilbrigðiskerfið sem við reiðum okkur á frá vöggu til grafar,
4. ekki til að leiðrétta tryggingakerfið þannig að fársjúkir og efnalitlir einstaklingar þurfi ekki að neita sér um læknisþjónustu,
5. ekki til að hjálpa þeim sem þegar hafa misst íbúðina sína,
6. ekki til að hjálpa þeim sem misstu sparnaðinn sem þeir höfðu lagt í hlutabréf.
Sigmundur Davíð ætlar að nota ¾ hluta vonarpeningsins til að greiða niður skuldir vel stæðra einstaklinga sem ekki þurfa á aðstoð að halda (samkvæmt skýrslu Seðlabankans) og ¼ til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda vegna húsnæðislána.
Bjarni Benediktsson ætlar að nota ameríska vúdúhagfæði sem byggist á því að gera vel við efnamikið fólk því brauðmolar muni sáldrast af allsnægtaborðum þess og til almennings. Þessi hagfæði hefur margoft verið afsönnuð þar sem hún hefur verið reynd.
Árið 2003 lofuðu Hrunflokkaranir öllum öllu. Kárahnjúkavirkjun, hærri húsnæðislánum og skjótum sigri í Iraq. Flest gekk eftir þangað til allt fór til andskotans 2008. Og það vantaði sannarlega ekki viðvaranir. Nú eru þeir komnir aftur í gylliboðakapphlaupi sem aldrei fyrr.
Þetta gekk ekki þá og það gangur ekki núna.
Á Svandís að segja af sér?
14.2.2011 | 20:57
Hverslags þvæla er eiginlega í gangi varðandi þetta risastóra Svandísar-Urriðafossmál? Mér finnst virðulegasta fólk bara rugla út í eitt.
Í fyrsta lagi situr Svandís ekki á þingi í umboði VG eins og margir tala um. Þessu var m.a. haldið fram í Silfrinu (13.2.2011) og í máli stjórnmálafræðings (sic!) í síðdegisútvarpinu (14.2.2011). VG á heiðurinn af því að stilla henni upp til kjörs í Alþingiskosningum en Svandís situr að sjálfsögðu á þingi í umboði kjósenda VG. Framgangsmátinn við val á ráðherrum eftir því sem ég best veit þannig að flokksformaðurinn tilnefnir ráðherra og þingflokkurinn samþykkir eða synjar. Það má því etv segja að flokkformenn eða þingflokkar beri ábyrgð á ráðherrum en um ráðherraábyrgð fer annars að lögum.
Í öðru lagi er varla hægt að gera það að ástæðu til afsagnar ráðherra að hann sé ekki óskeikull um það hvað felist í og hvernig eigi að túlka lög sem ágreiningur er um. Í því tilfelli sem hér um ræðir hefur ráðherra lagt annan skilning í viðkomandi lög en hæstiréttur gerir að lokum. Það má reikna með að ráðherrann hafi sótt lagaskilning sinn til starfsmanna ráðuneytisins og etv út fyrir ráðuneytið líka og komist að þeirri niðurstöðu að tilhögun við gerð aðalskipulagsins sem um ræðir hefði verið ábótavant. Ef lög væru alltaf auðskilin og aldrei kæmu upp álitamál varðandi túlkun þeirra þá þyrfti enga dómstóla. Ef ágreiningur er um túlkun laga þá ber að láta dómsstóla skera úr. Það var gert varðandi þetta tiltekna aðalskipulag.
Í þriðja lagi hefur ekki verið sýnt framá að ákvörðun ráðherra um að synja hluta aðalskipulagsins staðfestingar hafi valdið töfum á framkvæmdum í sveitarfélaginu þrátt fyrir yfirlýsingar um það. Og þó ákvörðun ráðherra hefði valdið töfum þá fór hún hárrétta leið með málið, - lét dómsstóla skera úr um lagaóvissu.
Vildu láta ávíta ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falskar forsendur hæstaréttar
26.1.2011 | 13:20
Miðað við það sem ég heyri í fréttum (hef ekki lesið dóminn) hefur hæstiréttur ógilt kosningarnar til stjórnlagaþings á fölskum forsendum.
- Það er óumdeilt að kjörkassarnir voru ekki opnaðir af óviðkomandi þó ekki væri á þeim hengilás. Að ógilda kosningar vegna atvika sem hefðu getað átt sér stað er svipað og að grafa lifandi mann sem lenti í lífshættulegu slysi en varð ekki meint af því að hann hefði getað dáið.
- Skilrúmin milli borða kjósenda voru nægjanlega há og það var ekki hægt að sjá hvað maðurinn á næsta borði var að bardúsa. Prufið að skrifa fjögurra stafa tölu með blýanti á hvítan pappír og lesa hana í svipaðri fjarlægð og var á milli borða. Það sést bara ljósgrár ógreinilegu blettur. Til þess að lesa kjörseðil næsta manns þyrfti að standa yfir manninum og einbeita sér að lestrinum. Auk þess var kjördeildin opin og auðvelt fyrir starfsmenn (og kjósendur sjálfa) að fylgjast með því að menn væru ekki að skipta sér af kosningu annarra.
- Þó etv sé fræðilega mögulegt að rekja kjörseðla til einstaklinga þá er algjörlega útí hött að hægt sé að gera það nema það sé fyrirfram skipulagt og að sá sem hefur áhuga á að gera það sé búinn að útvega sér tiltölulega flókinn tæknibúnað til að lesa seðlana með. Engar getgátur eru uppi um að slíkt hafi átt er stað né heldur að tæknibúnaður landskjörstjórnar hafi verið notaður til þess.
- Það skiptir engu máli hvort kjörseðillinn var brotinn saman eða ekki. Það var ekki hægt að lesa á hann og jafnvel þó það hefði verið hægt á tilviljanakenndan hátt var það ekki nægjanlegt til að vinna uppúr því þekkingu sem gæti nýst einhverjum.
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blöndalslög
22.9.2010 | 01:50
Atvinnubílsjóri fékk sér duglega i staupinu, settist uppí vel merktan leigubíl sinn og ók af stað. Ekki leið á löngu þar til fótgangandi kona varð á vegi hans. Hún veifaði og vildi greinilega að hann stöðvaði bílinn. Kallinn (atvinnubílsjórinn) stöðvaði bílinn og þegar konan var kominn í aftursætið og búin að nefna heimilisfang setti hann gjaldmælinn á og ók af stað. Eftir skamma stund keyrði kallinn á vegg og olli konunni óbætanlegu tjóni en slapp sjálfur ómeiddur.
Kallinn var fullur, konan vissi ekki af því og gjaldmælirinn sýndi kr. 1750.
Samkvæmt Blöndalslögum myndi örkumluð konan verða þvinguð til að greiða bílstjóranum upphæðina sem gjaldmælirinn sýndi, með vöxtum og vaxtavöxtum, en kallinn gæti hafið akstur eins og ekkert hefði í skorist strax og konan hefði greitt fyrir viðgerð bílsins.
Ráðherrar báru ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magma og heillum horfin Samfylking
26.7.2010 | 11:49
Úr stofnskrá Samfylkingarinnar samþ. 2000:
"Samfylkingin telur að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Eðlilegt endurgjald fyrir afnot af þeim á að renna til þjóðarinnar."
Úr stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2007:
"Samfylkingin vill að þjóðareign á sameiginlegum auðlindum verði bundin í stjórnarskrá."
Úr stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009:
"Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum..."
Úr stefnuræðu formanns Samfylkingarinnar á landsfundi 2009:
"Við leggjum mikla áherslu á að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrá og að þannig verði komið í veg fyrir að eignarhald okkar mikilvægustu auðlinda lendi í einkaeign fárra."
Úr samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og VG 2009:
"Standa þarf vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum."
Miðað við samantektina hér að ofan myndu sumir halda að stefna Samfylkingarinnar í auðlindamálum væri nokkuð skýr. Margir myndu líka halda að þegar Samfylkingin er í stjórnarsamstarfi með flokki sem í aðalatriðum hefur sömu afstöðu til eignarhalds á auðlindum þá sé öllu óhætt. Staðreyndin er hinsvegar sú að forystumenn Samfylkingarinnar virðast handónýtir þegar kemur því að varðveita eða að koma auðlindunum í þjóðareign.
Þegar alþjóðleg risafyrirtæki eru að sölsa undir sig auðlindir þá beita þau gjarnan málflutningi sem byggist á því "að enn sé ekkert ákveðið, að eingöngu sé um könnun að ræða, að það sé nægur tími til að gera athugasemdir" o.s.frv. Um leið eru hinsvegar settir frestir og bundnar dagsetningar og fyrr en varir er orðið allt of seint að hafa skoðun á málinu. Mér finnst eins og stjórnvöld hafi beitt almenning svipuðum aðferðum varðandi þetta Magma mál. Í 4 ár hefur okkur verið sagt að ekkert væri að óttast og að stjórnvöld hefðu fullan rétt til að koma að málinu á síðari stigum.
Það er ömurlegt að þurfa nú að hlusta á fulltrúa Magma endurtaka í sífellu að stjórnvöld hafi haft ótal tækifæri til að hafa áhrif á og/eða koma í veg fyrir þessa samninga en nú sé það um seinan.
Miðað við kynningu á þessum samningi sem ég hlustaði á í Grindavík í fyrra þá er hann ein svívirða frá upphafi til enda. Sjálfbær nýting auðlindanna er ekki tryggð, tímalengdin jafngildir nánast sölu á auðlindunum og endurgjaldið fyrir afnotin er svo lágt að engu tali tekur.
Hvað þýðir eiginlega þjóðareign? Á þjóðareign við um það þegar hlutafélög á markaði eða lífeyrissjóðir eiga auðlindir. Ég held ekki og dæmin sýna að hvorugt gengur upp. Við þurftum að fara gegnum ansi erfiða atburðarás til að átta okkur á þessu enda var þetta ein af kennisetningum útrásarapanna og þeirra stjórnmálaafla sem deildu völdum með þeim. En getur þjóðareign átt við um eign sem er í eigu fámenns sveitarfélags? Nei. Þjóðareign þýðir bara þjóðareign, eign sem öll þjóðin á, ber ábyrgð á og nýtur arðs af ef svo vill til.
Styðja ekki ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Almannarómur og innantómur áróður
17.9.2009 | 14:57
Í BNA eru repúblikhanar að ganga af göflunum yfir velgengni og vinsældum Obama. Ekkert er þeim heilagt í baráttunni gegn honum og hans málefnum. Frammámenn meðal fyrrnefndra hana taka þátt í skrípaleik um það hvort Obama sé í raun Bandaríkjamaður, hvort óhætt sé að leyfa honum að flytja ávarp fyrir skólabörn og nú síðast var gjammað frammí þegar hann ávarpaði sameinað þing. Við erum að vísu vön frammíköllum vanstilltra og lítt þroskaðra þingmanna en mér skilst að þetta hafi ALDREI gerst áður þar vestra. Og þingmaðurinn sem braut hefðina er um þessar mundir þjóðhetja hægri öfgamanna á meðan æ fleiri eru farnir að nefna rasisma sem undirrót að öllu saman. Víst er um það að þingmaðurinn Wilson (sem gjammaði) á sér skrautlega fortíð í rasisma.
Hér heima hefur stjórnarandstaðan í þinginu haft hæst og þar eiga margir skrautlega fortíð líka. Ég hef reyndar haldið því fram að sumir á þeim bænum muni hljóta stöðu grunaðra í komandi uppgjöri. Málflutningur þeirra hefur varla verið frambærilegur og meira að segja persónuníð hafa ekki vafist fyrir þeim. En þeir hafa hrakist úr einu horni í annað og nú heitir það að Jóhanna sé horfin. Og öfugt við það sem var fyrr í sumar, þegar stjórnarandstaðan taldi Jóhönnu og Steingrím varla opna munninn nema það væri til stórtjóns fyrir land og þjóð, þá á það að vera hið versta mál að þau skuli ekki standa daglangt á torgum úti núna.
En almenningur í landinu sér gegnum þetta. Það sýnir skoðanakönnunin sem er efni moggafréttarinnar sem er tilefni þessa pistils. Þótt þau skötuhjúin moki viku eftir viku og mánuð eftir mánuð skítinn sem xD og xF skildu eftir sig og að skítaverk séu alls ekki vinsælust verka, þá bera þau bæði höfuð og herðar yfir aðra forystumenn stjórnmálanna. Ég held að það sé m.a. vegna þess að þjóðin veit að þau hafa enga hugsjón aðra en að vinn henni vel. Það er hægt að treysta þeim.
Hversu mikils virði er það á þessum tímum?
Steingrímur nýtur mest trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |