Færsluflokkur: Fjármál

Hvað er eiginlega í gangi?

Er allt að falla í sama gamla flokkspólitíska farið þar sem hagsmunir FLOKKSINS ganga ávallt framar hagsmunum fólksins? Miklu framar. Leyndar- og lygahjúp er sveipað um málefnaumræður og gegnið á svig við yfirlýsingar í kosningabaráttunni. Formenn og forystulið gengur íbyggið um ganga og gefur misvísandi en einskisverðar upplýsingar um ekki neitt. Þetta kemur okkur ekkert við. FLOKKARNIR eru að semja.

Margir kusu VG vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að ekki yrði mikið mál að semja um lýðræðislega leið til að fólkið fengi að tjá sig um ESB-viðræður. Margir kusu SF vegna þess að þeir héldu að flokkurinn sem setti D-flokkinn frá myndi starfa í anda gegnsæis og lýðræðis.  En strax daginn eftir kosningar var kosningunum rænt af FLOKKUNUM. Djúp og að því er virðist illbrúanleg gjá opnaðist á milli forystumanna þeirra um ESB.  Okkur var sagt að viðræður um ríkisfjármál og stjórnkerfisbætur væru hafnar og færu fram samhliða umræðum um ESB en í raun hófust þessar viðræður ekki fyrr en á laugardaginn var. Allt tóm lygi og við virðumst ekkert eiga inni frá stjórn hinna 80 daga nema skít undir teppum. 

 Allt er eins og það var 2008.

Ráðuneyti hinna 18 ölmusuúrræða  er heillum horfin. Allar aðgerðir sem miða að því að forða heimilum og fyrirtækjum frá því að lenda á sveit eru sagðar kosta of mikið. En hvað kostar það ríkissjóð að yfirtaka húsnæði tugþúsunda fjölskyldna? Hvað verður um allar þessar fjölskyldur eftir að þær hafa verið settar á sveit? Hvað ætla bankar og íbúðalánasjóður að gera við allt þetta húsnæði? 

Nú þegar sjást merki kreppunnar í skólum og á vinnustöðum en það er bara forsmekkur af því sem mun verða þegar fjöldagjaldþrotin dynja yfir. Tugþúsundir fjölskyldna, sumir segja 40 þús, á faraldsfæti. Börn flutt "en gross" milli skóla, stóraukin afbrotatíðni, þverrandi andlegt og líkamlegt heilbrigði, aukinn ójöfnuður og sár fátækt í meira mæli en við höfum séð áður. Hvað kostar þetta???

Væri ekki sniðugt að reikna út hvað þetta kostar frekar en að afskrifa með drambi allar tillögur um neyðarhjálp fyrir fólk sem ekki er alveg drukknað. Það fólk getur náð sér aftur þegar hlúð er að því. Þeir sem drukkna ná sér aldrei aftur. Tímarnir eru óvenjulegir og þeir kalla á óvenjulegar aðgerðir.

Aðgerðir til stuðnings fólki sem ekki er orðið gjaldþrota eiga sér stuðning í öllum flokkum þ.á.m. í stjórnarflokkunum. Þær hafa verið til umræðu síðan í fyrra haust t.d. í þessum pistli og margar útfærslur hafa litið dagsins ljós. E.t.v. þurfum við samt annarskonar stjórn til að þær nái fram að ganga og sama gildir um ESB. 

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dreifum byrðunum

Neyðarástand og neyðarlög.

Nú stefnir í það að byrðunum verði velt að miklu leyti á skuldara þessa lands. Skuldarar geta fengið lítilsháttar gálgafrest en þeir skulu borga brúsann. Við núverandi aðstæður er það lágmarks sanngirni að skuldarar og lánadrottnar skipti með sér byrðunum. Tillaga Benedikts gengur út á það.

Ef svo fer sem horfir verða foreldrar þessa lands að bera byrðina en lánadrottnar skulu hafa allt sitt á hreinu. Þegar atvinna minnkar hrökklast konur fyrst af vinnumarkaði og síðan karlar. Fyrst verður vinnan minni og síðan kannski engin, verðlag hækkar.  Vanskil hrannast upp á heimilunum, kvíði og þunglyndi hreiðrar um sig, heilsan versnar. Börnin verða líka fórnarlömb. Allt þetta má minnka og koma í veg fyrir með því að dreifa byrðunum rétt. 

Dreifum byrðunum bæði á skuldara og lánadrottna.


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir fattar ekki málið!

Það er mjög líklegt að ástæðan fyrir því að IMF vill ekki veita okkur fyrirgreiðslu sé allt önnur en sú sem íslensk stjórnvöld segja okkur. Geir H segir  Breta og Hollendinga beita þrýstingi til að Icesave málin verði leyst áður en IMF afgreiði umsókn okkar. Hann telur þetta til marks um að þeir blandi saman óskyldum málum og beiti bolabrögðum.

Sennilega er rétta skýringin sú að IMF telur sig ekki vita hver efnahagsleg staða Íslands er eða hver hún verður  fyrr en búið er að ganga frá uppgjöri um Icesave reikningana. Jón Daníelsson telur að skuldirnar sem Ísland gæti þurft að taka á sig nemi sem svarar vergri landsframleiðslu. Það munar um minna og eðlilegt að IMF og önnur ríki geti illa tekið afstöðu til lána án þess að vita hver staða þjóðarbúsins sé.

Þetta er líklega það sem Geir H hefur ekki fattað og það sem hefur tafið fyrir endurreisninni. Það er tími til kominn að horfast í augu við raunveruleikann og snúa sér að lögfræðilegum rökum varðandi Icesave. Við þekkjum útúrsnúningarök Sjálfstæðisflokksins vel frá umræðunni hér innanlands og vitum að þau eru ekki boðleg.


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband