Ráðgjafar Geirs eru fundnir

Þetta er alveg þrælmögnuð frétt.

  1. Fréttin er að langmestu um það hvernig Davíð hirtir efnahagsmálaráðherrann Geir H á fundi í höfuðvígi Sjálfstæðismanna, en fyrirsögnin er um fjölmiðla. Þetta er Mogginn!!! 
  2. Davíð upplýsir um að hann sé alsaklaus og gefur smjörklípur á báða bóga til að varpa kastljósinu á aðra.
  3. Seðlabankastjóri talar eins og pólitíkus sem er auðvitað best til þess fallið að hvorki embættismenn. sérfræðingar eða stjórnmálamenn geta treyst honum.

Geir H svarar svo þessum ásökunum foringja síns og læriföðurs með nokkrum orðum í fréttum RÚV í hádeginu. Þar kemur fram að vissulaga hafi Davíð varað hann við. Það gerðu líka tugir af virtum innlendum og erlendum hagfræðingum. En Geir H fór með þetta allt saman á fund bankastjóranna og þeir sögðu honum að ekkert væri að óttast.

Þar með er staðfest að ráðgjafar Geirs H, efnahagsmálaráðherra, voru bankastjórar viðskiptabankanna sem áttu að vera undir sérstöku eftirliti hans og ríkisstjórnarinnar. Þetta er það sem ég taldi mig vita og kemur fram í færslu hér og hér.

Þetta gengur engan vegin.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband